Innlent

Blaðastríð í Danaveldi

Blaðastríð er í uppsiglingu í Danmörku. Skandinavíudeild 365 miðla ætlar að hefja dreifingu á dönsku Fréttablaði í ágúst. Eitt stærsta útgáfufélag Danmerkur ætlar að setja á fót fríblað til höfuðs blaði 365. Nýr breskur eigandi Orkla Media segist tilbúinn í blaðastríð á danska fríblaðamarkaðnum.

Til viðbótar við áskriftardagblöðin eru tvö svokölluð fríblöð á danska blaðamarkaðnum. Annars vegar metroXpress, gefið út í ýmsum löndum af fyrirtækinu Metro International, og hins vegar Urban, gefið út af danska útgáfufélaginu Berlingske. Breskur fjölmiðlamógúll sem á dögunum tók við móðurfélagi Berlingske, Orkla Media, segist tilbúinn í blaðastríð í Danmörku.

„Það finnst ekki svona blað í Danmörku í dag, þar sem saman fara hágæða blaðamennska, og það að blaðið sé ókeypis. Þetta kemur til með að breyta ansi mörgu," sagði Svenn Dam, framkvæmdastjóri 365 Media Scandinavia

Torsten Bjerre Rasmussen, framkvæmdastjóri fríblaðsins 24 tímar sem sameiginlegt útgáfufélag Jyllands-Posetn og Politiken ætla sofna, til höfðus blaði 365 segir viðskiptaaðstæður erfiðar fyrir svona verkefni. Þeir eyði þó hvorki tíma í að vorkenna sér né líti þeir á ákvörðunina sem neyðaraðgerð heldur séu þeir að styrkja sig á markaðnum.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×