Fleiri fréttir Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent. 4.4.2006 13:34 Fella niður takmarkanir við för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 13:18 Varar Íslendinga við erfðatækninni Hættan sem mönnum getur stafað af erfðabreyttum matvælum og lyfjum hefur ekki verið útilokuð. Þetta segir fyrrverandi umhverfisráðherra Breta sem staddur er hér á landi. Hann varar Íslendinga við því að taka upp slíka tækni í landbúnaði og lyfjaframleiðslu. 4.4.2006 13:00 TF-SIF sótti slasaða konu TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar er nýlent við Landsspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. 4.4.2006 12:46 Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili. 4.4.2006 12:45 Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur lækkað um tæp 3% í morgun vegna umtalsverðrar lækkunar á hlutabréfum í þónokkrum fyrirtækjum. 4.4.2006 11:53 Tveggja manna leitað vegna árásar á 19 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem 19 ára stúlka segir að hafi ráðist á sig á Vesturlandsvegi í fyrrinótt og reynt að nauðga sér. 4.4.2006 11:50 Sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðislega misnotkun gagnvart stúlku. 4.4.2006 11:34 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor hófst í gær. Kosningarnar fara fram 27. maí næstkomandi 4.4.2006 10:34 Ísland kynnt sem ráðstefnuland Ísland var kynnt sem ráðstefnuland á Íslandskynningu í sendiráðsbústaðnum í Osló síðastliðinn fimmtudag. Það voru Rástefnuskrifstofa Ísland sem stóð fyrir kynningunni í samvinnu við Ferðamálastofu, Icelandair og Sendiráð Íslands í Osló. 4.4.2006 10:25 Fartölvu stolið í Keflavík Brotist var inn í fyrirtæki í Grófinni í Keflavík í nótt og þaðan stolið fartölvu. Vegfarandi sá til tveggja dökkklæddra manna á harða hlaupum í grennd við fyrirtækið og lét lögreglu vita, en þeir komust undan. Talið er að þeir hafi verið eldsnöggir á vettvangi. 4.4.2006 09:00 Bílvelta á Hellisheiði Tveir sluppu ómeiddir og einn meiddist lítillega þegar bíll valt á Hellisheiði í gærkvöldi. Þar var krapi á veginum. Þá valt bíll við Ytri Bægisá í Hörgárdal í gærkvöldi. Ökumaður slapp ómeiddur en er grunaður um ölvun. 4.4.2006 08:15 Hálka og hálkublettir víða á þjóðvegum landsins Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka er víða á Suðurlandi og snjóþekja er á Hellisheiðinni og í Þrengslum. Þá er einning hálka og snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum, Nirðurlandi og á Austurlandi. Ófært er um Öxi. 4.4.2006 08:11 Réðust að stúlku og reyndu að nauðga henni Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem réðust á 19 ára stúlku á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, óku með hana í bíl hennar upp á Hafravatnsveg og reyndu þar að nauðga henni. Stúlkan braust um og endaði bíllinn utan vegar í átökunum, en við það lögðu mennirnir á flótta. 4.4.2006 07:19 Ákærur gefnar út í 19 af 32 ákæruliðum Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger sem nú er í fyrsta sinn ákærður fyrir aðild að málinu. 4.4.2006 07:17 Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. 3.4.2006 22:10 Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 3.4.2006 23:54 Ítrekaði að taka bæri upp atvinnuveiðar Sjávarútvegsráðherra ítrekaði í dag þá skoðun sína að taka bæri upp hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði Íslendinga í samkeppni við hrefnuna um nytjastofna við landið og að hvalveiðar væru forsenda þess að hægt væri að byggja upp stofnana. 3.4.2006 23:49 Bílvelta í Öxnadal Lögreglan á Akureyri er nú á leiðinni til að aðstoða ökumann sem missti bíl sinn út af veginum í Öxnadal. Ökumaður var einn í bílnum en segist ekki vera slasaður. Lögreglan segir að ís og hálku hafi tekið upp að mestu leyti í dag en að nú sé byrjað að frjósa á ný og hálkan komin aftur. 3.4.2006 23:30 Bíll út af á Hellisheiði Bíll fór út af veginum á Hellisheiði í kvöld. Fernt var í bílnum en þau slösuðust ekki alvarlega. Bíllinn er hins vegar óökufær. Hálka er nú á Heiðinni þegar vætan frá í dag frýs á veginum og eru ökumenn því beðnir um að fara varlega. 3.4.2006 23:25 Ofgnótt járns í heyi tengt riðu í sauðfé Sterkar vísbendingar eru um að magn járns og annarra snefilefna í heyi geti haft áhrif á riðu í sauðfé. Þetta kemur fram í rannsókn íslenskra vísindamanna undir stjórn Þorkels Jóhannessonar. 3.4.2006 23:02 Aðstandendur og vistmenn styðja aðgerðir Aðstandendafélag vistmanna á Hrafnistu auk vistmanna sem NFS ræddi við styðja heils hugar aðgerðir og kröfur ófaglærðra starfsmanna þrátt fyrir óhagræði sem það kunni að hafa í för með sér fyrir íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. 3.4.2006 22:54 Eiríkur nýr upplýsingafulltrúi OR Eiríkur Hjálmarsson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi aðstoðarmaður borgarstjórans í Reykjavík, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. 3.4.2006 21:03 Ísland verði þúfan sem velti þungu hlassi Kreppudans íslensku krónunnar gæti verið fyrsta vísbending um harkalegt samdráttarskeið á heimsvísu. Þetta er álit Julian Jessop, bresks fjármálasérfræðings sem telur að á Íslandi sé að birtast fyrsta dæmið um keðjuverkandi áhrif til lækkunar á skuldabréfum, hlutabréfum og leiði jafnvel til þess að fasteignaverðsbólan springi víða um heim. 3.4.2006 19:10 Sinubruna má líkja við hamfarir Sinubruna eins og varð á Mýrum má líkja við hamfarir að mati sérfræðings. Lífríki undir sinunni skaðast einnig en allt að hundrað þúsund smádýr hafa við á hverjum fermetra lands. 3.4.2006 17:38 Viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga verður flýtt Ákveðið hefur verið að flýta viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga en verkefnið mun auka framleiðslugetu álversins úr 220.000 tonnum á ári í 260.000 tonn. 3.4.2006 17:02 Óttast ekki andstöðu við frumvarpið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 16:58 Maður féll af hestbaki austan við Selfoss Maður féll af hestbaki austan við Selfoss í dag. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss til rannsókna en ekki er vitað með líðan hans. Þá valt bíll í Flóanum um áttaleitið í morgun en ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. 3.4.2006 16:50 Ástand baðvatns lakara í fyrra en árin tvö á undan Ástand baðvatns í sundlaugum og heitum pottum á landinu var slakara í fyrra en árin tvö á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. 3.4.2006 16:45 Harður árekstur á Laugarvatnsvegi Árekstur varð milli sendiferðarbíls og vörubíls á Laugarvatnsvegi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tildrög slyssins eru óljós en vörubíllinn valt út fyrir vef og beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út. 3.4.2006 16:41 Eldur í íbúðarhúsi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru. 3.4.2006 16:28 Íslenska Reyka vodkað söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni Íslenska Reyka vodkað var söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í febrúarmánuði. Aldrei hefur nokkur vodkategund selst eins vel í Fríhöfninni og á svona stuttum tíma. 3.4.2006 16:08 Keyrt á stúlku við Dunhaga Keyrt var á stúlku í Dunhaga við Hagaskóla á níunda tímanum í morgun. Stúlkan, sem er fædd árið 1991, fór sjálf til skólahjúkrunarfræðings en hún var með áverka á höfði og hné. Stúlkan var síðan flutt á slysadeild til skoðunnar en ekki er vitað um líðan hennar. 3.4.2006 16:02 Bandaríkjamenn hefja niðurrif í vikunni Fjölmennt lið Bandaríkjamanna, sem er sérþjálfað í niðurrifi herstöðva, kemur hingað til lands í vikunni til að rífa niður stjórnstöðvar hersins og fleira. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er um að ræða allt að 200 manna lið, sem meðal annars mun rífa niður tvær af þremur stjórnstöðvum hersins á Keflavíkurflugvelli. 3.4.2006 15:57 Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu. 3.4.2006 15:54 Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða á Suðurlandsvegi í vikunni en þar er 90 km hámarkshraði. Þá voru fimm aðrir ökumenn einnig stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á sömu slóðum. Þá valt jeppi á Sólheimaheiði. Ökumaður hans hlaut höfuðmeiðsl og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Bíll hans er ónýtur eftir veltuna. 3.4.2006 15:45 Icelandair Cargo tekur fjórðu fraktvélina í notkun Icelandair Cargo, dótturfélag Icelandair Group, fékk fjórðu Boeing 757-200 fraktvél félagsins til landsins um helgina. Flugvélin er leigð til sex ára en henni var breytt úr farþegarflugvél í Bandaríkjunum. 3.4.2006 14:03 Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heldur til Færeyja næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptanefnd til Færeyja og er mikill áhugi er sagður vera fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs. 3.4.2006 13:52 Mikið um umferðarlagabrot Frá hádegi á föstudaginn til mánudagsmorguns hafði lögreglan í umdæmi Álftaness, Garðabæ og Hafnarfirði afskipti af 48 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum. Þar af voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt um heldina en þau voru öll slysalaus. 3.4.2006 13:34 Kærum vegna ölvunar á almannafæri fjölgar á Selfossi Kærum vegna ölvunnar á almannafæri hefur fjölgað upp á síðkastið hjá Lögreglunni á Selfossi. Þá hefur kærum þar sem menn ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu einnig fjölgað en eitt slíkt mál kom upp á Selfossi aðfaranótt sunnudags þar sem maður hafði í frammi ósæmilega hegðun og sló til lögreglumanns. 3.4.2006 13:24 Stefnir í setuverkfall í vikunni Ekkert hefur þokast í kjarabaráttu ófaglærðs starfsfólks á dvalarheimilum aldraðra. Það stefnir því allt í tveggja sólarhringa setuverkfall síðar í vikunni. 3.4.2006 13:08 Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar góða framgöngu í slökkvistarfi Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. Í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Borgarbyggðar segir að með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. 3.4.2006 12:45 Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 12:19 Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. 3.4.2006 12:15 Icelandic Group kaupir allt hlutafé í Saltur A/S Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S í Danmörku, sem á allt hlutafé í Jeka Fish A/S í Danmörku. Jeka Fish gekk nýlega frá kaupum á félaginu Atlantic Cod A/S. Kaupverðið er greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group að nafnverði 135 milljónir króna. 3.4.2006 11:47 Sjá næstu 50 fréttir
Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent. 4.4.2006 13:34
Fella niður takmarkanir við för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 13:18
Varar Íslendinga við erfðatækninni Hættan sem mönnum getur stafað af erfðabreyttum matvælum og lyfjum hefur ekki verið útilokuð. Þetta segir fyrrverandi umhverfisráðherra Breta sem staddur er hér á landi. Hann varar Íslendinga við því að taka upp slíka tækni í landbúnaði og lyfjaframleiðslu. 4.4.2006 13:00
TF-SIF sótti slasaða konu TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar er nýlent við Landsspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. 4.4.2006 12:46
Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili. 4.4.2006 12:45
Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur lækkað um tæp 3% í morgun vegna umtalsverðrar lækkunar á hlutabréfum í þónokkrum fyrirtækjum. 4.4.2006 11:53
Tveggja manna leitað vegna árásar á 19 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem 19 ára stúlka segir að hafi ráðist á sig á Vesturlandsvegi í fyrrinótt og reynt að nauðga sér. 4.4.2006 11:50
Sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðislega misnotkun gagnvart stúlku. 4.4.2006 11:34
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor hófst í gær. Kosningarnar fara fram 27. maí næstkomandi 4.4.2006 10:34
Ísland kynnt sem ráðstefnuland Ísland var kynnt sem ráðstefnuland á Íslandskynningu í sendiráðsbústaðnum í Osló síðastliðinn fimmtudag. Það voru Rástefnuskrifstofa Ísland sem stóð fyrir kynningunni í samvinnu við Ferðamálastofu, Icelandair og Sendiráð Íslands í Osló. 4.4.2006 10:25
Fartölvu stolið í Keflavík Brotist var inn í fyrirtæki í Grófinni í Keflavík í nótt og þaðan stolið fartölvu. Vegfarandi sá til tveggja dökkklæddra manna á harða hlaupum í grennd við fyrirtækið og lét lögreglu vita, en þeir komust undan. Talið er að þeir hafi verið eldsnöggir á vettvangi. 4.4.2006 09:00
Bílvelta á Hellisheiði Tveir sluppu ómeiddir og einn meiddist lítillega þegar bíll valt á Hellisheiði í gærkvöldi. Þar var krapi á veginum. Þá valt bíll við Ytri Bægisá í Hörgárdal í gærkvöldi. Ökumaður slapp ómeiddur en er grunaður um ölvun. 4.4.2006 08:15
Hálka og hálkublettir víða á þjóðvegum landsins Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka er víða á Suðurlandi og snjóþekja er á Hellisheiðinni og í Þrengslum. Þá er einning hálka og snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum, Nirðurlandi og á Austurlandi. Ófært er um Öxi. 4.4.2006 08:11
Réðust að stúlku og reyndu að nauðga henni Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem réðust á 19 ára stúlku á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, óku með hana í bíl hennar upp á Hafravatnsveg og reyndu þar að nauðga henni. Stúlkan braust um og endaði bíllinn utan vegar í átökunum, en við það lögðu mennirnir á flótta. 4.4.2006 07:19
Ákærur gefnar út í 19 af 32 ákæruliðum Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger sem nú er í fyrsta sinn ákærður fyrir aðild að málinu. 4.4.2006 07:17
Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. 3.4.2006 22:10
Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 3.4.2006 23:54
Ítrekaði að taka bæri upp atvinnuveiðar Sjávarútvegsráðherra ítrekaði í dag þá skoðun sína að taka bæri upp hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði Íslendinga í samkeppni við hrefnuna um nytjastofna við landið og að hvalveiðar væru forsenda þess að hægt væri að byggja upp stofnana. 3.4.2006 23:49
Bílvelta í Öxnadal Lögreglan á Akureyri er nú á leiðinni til að aðstoða ökumann sem missti bíl sinn út af veginum í Öxnadal. Ökumaður var einn í bílnum en segist ekki vera slasaður. Lögreglan segir að ís og hálku hafi tekið upp að mestu leyti í dag en að nú sé byrjað að frjósa á ný og hálkan komin aftur. 3.4.2006 23:30
Bíll út af á Hellisheiði Bíll fór út af veginum á Hellisheiði í kvöld. Fernt var í bílnum en þau slösuðust ekki alvarlega. Bíllinn er hins vegar óökufær. Hálka er nú á Heiðinni þegar vætan frá í dag frýs á veginum og eru ökumenn því beðnir um að fara varlega. 3.4.2006 23:25
Ofgnótt járns í heyi tengt riðu í sauðfé Sterkar vísbendingar eru um að magn járns og annarra snefilefna í heyi geti haft áhrif á riðu í sauðfé. Þetta kemur fram í rannsókn íslenskra vísindamanna undir stjórn Þorkels Jóhannessonar. 3.4.2006 23:02
Aðstandendur og vistmenn styðja aðgerðir Aðstandendafélag vistmanna á Hrafnistu auk vistmanna sem NFS ræddi við styðja heils hugar aðgerðir og kröfur ófaglærðra starfsmanna þrátt fyrir óhagræði sem það kunni að hafa í för með sér fyrir íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. 3.4.2006 22:54
Eiríkur nýr upplýsingafulltrúi OR Eiríkur Hjálmarsson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi aðstoðarmaður borgarstjórans í Reykjavík, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. 3.4.2006 21:03
Ísland verði þúfan sem velti þungu hlassi Kreppudans íslensku krónunnar gæti verið fyrsta vísbending um harkalegt samdráttarskeið á heimsvísu. Þetta er álit Julian Jessop, bresks fjármálasérfræðings sem telur að á Íslandi sé að birtast fyrsta dæmið um keðjuverkandi áhrif til lækkunar á skuldabréfum, hlutabréfum og leiði jafnvel til þess að fasteignaverðsbólan springi víða um heim. 3.4.2006 19:10
Sinubruna má líkja við hamfarir Sinubruna eins og varð á Mýrum má líkja við hamfarir að mati sérfræðings. Lífríki undir sinunni skaðast einnig en allt að hundrað þúsund smádýr hafa við á hverjum fermetra lands. 3.4.2006 17:38
Viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga verður flýtt Ákveðið hefur verið að flýta viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga en verkefnið mun auka framleiðslugetu álversins úr 220.000 tonnum á ári í 260.000 tonn. 3.4.2006 17:02
Óttast ekki andstöðu við frumvarpið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 16:58
Maður féll af hestbaki austan við Selfoss Maður féll af hestbaki austan við Selfoss í dag. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss til rannsókna en ekki er vitað með líðan hans. Þá valt bíll í Flóanum um áttaleitið í morgun en ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. 3.4.2006 16:50
Ástand baðvatns lakara í fyrra en árin tvö á undan Ástand baðvatns í sundlaugum og heitum pottum á landinu var slakara í fyrra en árin tvö á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. 3.4.2006 16:45
Harður árekstur á Laugarvatnsvegi Árekstur varð milli sendiferðarbíls og vörubíls á Laugarvatnsvegi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tildrög slyssins eru óljós en vörubíllinn valt út fyrir vef og beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út. 3.4.2006 16:41
Eldur í íbúðarhúsi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru. 3.4.2006 16:28
Íslenska Reyka vodkað söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni Íslenska Reyka vodkað var söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í febrúarmánuði. Aldrei hefur nokkur vodkategund selst eins vel í Fríhöfninni og á svona stuttum tíma. 3.4.2006 16:08
Keyrt á stúlku við Dunhaga Keyrt var á stúlku í Dunhaga við Hagaskóla á níunda tímanum í morgun. Stúlkan, sem er fædd árið 1991, fór sjálf til skólahjúkrunarfræðings en hún var með áverka á höfði og hné. Stúlkan var síðan flutt á slysadeild til skoðunnar en ekki er vitað um líðan hennar. 3.4.2006 16:02
Bandaríkjamenn hefja niðurrif í vikunni Fjölmennt lið Bandaríkjamanna, sem er sérþjálfað í niðurrifi herstöðva, kemur hingað til lands í vikunni til að rífa niður stjórnstöðvar hersins og fleira. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er um að ræða allt að 200 manna lið, sem meðal annars mun rífa niður tvær af þremur stjórnstöðvum hersins á Keflavíkurflugvelli. 3.4.2006 15:57
Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu. 3.4.2006 15:54
Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða á Suðurlandsvegi í vikunni en þar er 90 km hámarkshraði. Þá voru fimm aðrir ökumenn einnig stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á sömu slóðum. Þá valt jeppi á Sólheimaheiði. Ökumaður hans hlaut höfuðmeiðsl og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Bíll hans er ónýtur eftir veltuna. 3.4.2006 15:45
Icelandair Cargo tekur fjórðu fraktvélina í notkun Icelandair Cargo, dótturfélag Icelandair Group, fékk fjórðu Boeing 757-200 fraktvél félagsins til landsins um helgina. Flugvélin er leigð til sex ára en henni var breytt úr farþegarflugvél í Bandaríkjunum. 3.4.2006 14:03
Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heldur til Færeyja næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptanefnd til Færeyja og er mikill áhugi er sagður vera fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs. 3.4.2006 13:52
Mikið um umferðarlagabrot Frá hádegi á föstudaginn til mánudagsmorguns hafði lögreglan í umdæmi Álftaness, Garðabæ og Hafnarfirði afskipti af 48 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum. Þar af voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt um heldina en þau voru öll slysalaus. 3.4.2006 13:34
Kærum vegna ölvunar á almannafæri fjölgar á Selfossi Kærum vegna ölvunnar á almannafæri hefur fjölgað upp á síðkastið hjá Lögreglunni á Selfossi. Þá hefur kærum þar sem menn ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu einnig fjölgað en eitt slíkt mál kom upp á Selfossi aðfaranótt sunnudags þar sem maður hafði í frammi ósæmilega hegðun og sló til lögreglumanns. 3.4.2006 13:24
Stefnir í setuverkfall í vikunni Ekkert hefur þokast í kjarabaráttu ófaglærðs starfsfólks á dvalarheimilum aldraðra. Það stefnir því allt í tveggja sólarhringa setuverkfall síðar í vikunni. 3.4.2006 13:08
Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar góða framgöngu í slökkvistarfi Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. Í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Borgarbyggðar segir að með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. 3.4.2006 12:45
Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 12:19
Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. 3.4.2006 12:15
Icelandic Group kaupir allt hlutafé í Saltur A/S Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S í Danmörku, sem á allt hlutafé í Jeka Fish A/S í Danmörku. Jeka Fish gekk nýlega frá kaupum á félaginu Atlantic Cod A/S. Kaupverðið er greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group að nafnverði 135 milljónir króna. 3.4.2006 11:47