Varar Íslendinga við erfðatækninni 4. apríl 2006 13:00 MYND/E.Ól. Hættan sem mönnum getur stafað af erfðabreyttum matvælum og lyfjum hefur ekki verið útilokuð. Þetta segir fyrrverandi umhverfisráðherra Breta sem staddur er hér á landi. Hann varar Íslendinga við því að taka upp slíka tækni í landbúnaði og lyfjaframleiðslu. Erfðatækni er notuð til að framleiða lífverur sem náttúran sjálf gæti aldrei búið til og felst í flutningi erfðaefnis, eða DNA, á milli lífvera. Afurðirnar eru svo meðal annars notaðar í lyfja- og matvælaframleiðslu. Michael Meacher, sem er þingmaður á breska þinginu og gegndi stöðu umhverfisráðherra í bresku ríkisstjórninni á árunum 1997-2003, beitti sér mjög fyrir opinberri umræðu um kosti og galla erfðabreyttra matvæla í ráðherratíð sinni. Hann hélt í gær fyrirlestur um efnið á fundi í Norrænu húsinu en hann varar eindregið við þessari tækni. „Vandamálið við erfðatækni er í fyrsta lagi hættan sem umhverfinu stafar af henni," segir Meacher. „Ísland státar af hreinni og ómetanlegri náttúru sem ég tel mikil hætta á að spillist ef erfðatækni verður tekin upp í miklum mæli í íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi er um að ræða hættuna sem mönnum stafar af henni. Engar marktækar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum erfðabreyttra matvæla á fólk og því er áhættan mjög mikil. Það hafa einungis verið gerðar athuganir á dýrum og miðað við niðurstöðu flestra þeirra er ástæða til að hafa áhyggjur." Og Meacher segir að gróðahugsjón leynist þarna á bak við. „Eina ástæða þess að málstað erfðatækninnar er haldið á lofti er sú að stóru matvæla- og líftæknifyrirtækin græða fúlgur fjár á henni," segir þingmaðurinn. Rætt verður við Meacher á Fréttavaktinni eftir hádegi í dag á NFS. Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Hættan sem mönnum getur stafað af erfðabreyttum matvælum og lyfjum hefur ekki verið útilokuð. Þetta segir fyrrverandi umhverfisráðherra Breta sem staddur er hér á landi. Hann varar Íslendinga við því að taka upp slíka tækni í landbúnaði og lyfjaframleiðslu. Erfðatækni er notuð til að framleiða lífverur sem náttúran sjálf gæti aldrei búið til og felst í flutningi erfðaefnis, eða DNA, á milli lífvera. Afurðirnar eru svo meðal annars notaðar í lyfja- og matvælaframleiðslu. Michael Meacher, sem er þingmaður á breska þinginu og gegndi stöðu umhverfisráðherra í bresku ríkisstjórninni á árunum 1997-2003, beitti sér mjög fyrir opinberri umræðu um kosti og galla erfðabreyttra matvæla í ráðherratíð sinni. Hann hélt í gær fyrirlestur um efnið á fundi í Norrænu húsinu en hann varar eindregið við þessari tækni. „Vandamálið við erfðatækni er í fyrsta lagi hættan sem umhverfinu stafar af henni," segir Meacher. „Ísland státar af hreinni og ómetanlegri náttúru sem ég tel mikil hætta á að spillist ef erfðatækni verður tekin upp í miklum mæli í íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi er um að ræða hættuna sem mönnum stafar af henni. Engar marktækar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum erfðabreyttra matvæla á fólk og því er áhættan mjög mikil. Það hafa einungis verið gerðar athuganir á dýrum og miðað við niðurstöðu flestra þeirra er ástæða til að hafa áhyggjur." Og Meacher segir að gróðahugsjón leynist þarna á bak við. „Eina ástæða þess að málstað erfðatækninnar er haldið á lofti er sú að stóru matvæla- og líftæknifyrirtækin græða fúlgur fjár á henni," segir þingmaðurinn. Rætt verður við Meacher á Fréttavaktinni eftir hádegi í dag á NFS.
Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira