Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa 3. apríl 2006 23:54 MYND/GVA Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Björgvin G. Sigurðursson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði uppkaup efna- og stóreignamanna á jörðum síðustu misseri að umtalsefni í fyrirspurnartíma. Hann benti á að jarðarverð hefði hækkað gífurlega að undanförnu af þessum sökum og sagði það bæði gott og vont. Það væri vont þar sem bændur gætu ekki keppt við efnamenn um jarðir sökum fjárskorts en hins vegar væri gott að bændur gætu leyst út verðmæti jarða sinna ef þeir vildu. Björgvin vísaði í dönsk lög þar sem ábúðarskylda er á jörðum sem eru stærri en 30 hektarar og innti Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra eftir því hvort til greina kæmi að breyta jarðalögum í þá átt til þess að koma í veg fyrir jarðasöfnun efnamanna á kostnað þess að bændur gætu stundað búskap. Landbúnaðarráðherra fagnaði áhuga almennings á jörðum en sagði ljóst að fara þyrfti yfir mörg atriði í nýrri þróun sveitanna. Hann hygðist fara yfir málið í sínu ráðuneyti með aðstoð Bændasamtakanna þar sem ljóst væri að menn hefðu af málinu nokkrar áhyggjur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Björgvin G. Sigurðursson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði uppkaup efna- og stóreignamanna á jörðum síðustu misseri að umtalsefni í fyrirspurnartíma. Hann benti á að jarðarverð hefði hækkað gífurlega að undanförnu af þessum sökum og sagði það bæði gott og vont. Það væri vont þar sem bændur gætu ekki keppt við efnamenn um jarðir sökum fjárskorts en hins vegar væri gott að bændur gætu leyst út verðmæti jarða sinna ef þeir vildu. Björgvin vísaði í dönsk lög þar sem ábúðarskylda er á jörðum sem eru stærri en 30 hektarar og innti Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra eftir því hvort til greina kæmi að breyta jarðalögum í þá átt til þess að koma í veg fyrir jarðasöfnun efnamanna á kostnað þess að bændur gætu stundað búskap. Landbúnaðarráðherra fagnaði áhuga almennings á jörðum en sagði ljóst að fara þyrfti yfir mörg atriði í nýrri þróun sveitanna. Hann hygðist fara yfir málið í sínu ráðuneyti með aðstoð Bændasamtakanna þar sem ljóst væri að menn hefðu af málinu nokkrar áhyggjur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira