Innlent

Eiríkur nýr upplýsingafulltrúi OR

Eiríkur Hjálmarsson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi aðstoðarmaður borgarstjórans í Reykjavík, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Auglýst var sérstaklega eftir manni sem hefði reynslu af sveitarstjórnarmálum, en umsóknarfrestur rann út daginn eftir að prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk.

 Aðspurður hvort umsókn hans um starfið standi í samhengi við það að Steinunn Valdís Óskarsdóttir laut í lægra haldi fyrir Degi B. Eggertssyni í baráttunni um forystusætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir Eiríkur að hún geri það óbeint. Ljóst sé að borgarstjóraskipti verði í vor og hann verði ekki áfram aðstoðarmaður borgarstjóra. Eiríkur tekur við starfi upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar í júní eða að loknum sveitarstjórnarkosningunum í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×