Innlent

Tveggja manna leitað vegna árásar á 19 ára stúlku

MYND/Haraldur

Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem 19 ára stúlka segir að hafi ráðist á sig á Vesturlandsvegi í fyrrinótt og reynt að nauðga sér.

Stúlkan gefur lögreglu þá lýsingu að annar þeirra hafi baðað út höndunum í vegkantinum eins og hann hafi verið í vanda stadur og hafi hún numið staðar. Þá hafi hann umsvifalaust slegið hana og maðurinn, ásamt örðum manni ekið með hana í bíl hennar upp á Hafravatnsveg þar sem annar þeirra reyndi að nauðga henni. Hún hafi brotist um og bíllinn endað utan vegar í átökunum. Við það hafi mennirnir lagt á flótta og haft með sér lausafé, sem stúlkan var með.

Stúlkan hringdi í lögreglu, sem hóf víðtæka leit á svæðinu, en sjálf var hún flutt á neyðarmóttökuna á Slysadeild Landsspítalans. Lögreglan notaði meðal annars leitarhund, en hann virtist ekki greina nein ummerki mannaferða utan bílsins. Stúlkan segist ekki þekkja árásarmennina og lögregla segir að lýsing hennar á þeim hafi í gær verið svo takmörkuð að hún treysti sér ekki til að lýsa eftir þeim á grundvelli lýsinganna. Engin sérstakur liggur undir grun og laust fyrir hádegi hafði engin verið yfirheyrður vegna rannsóknarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×