Innlent

Úrvalsvísitalan lækkar

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands MYND/Valli

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur lækkað um tæp 3% í morgun vegna umtalsverðrar lækkunar á hlutabréfum í þónokkrum fyrirtækjum.

Mest var lækkunin á bréfum í Avion Group, eða um hátt í 5%, og um rösk 4% í Landsbankanum, sem hefur þá lækkað um hátt í 10% frá áramótum. Bréf í Bakkavör lækkuðu um rösk 3% í morgun og í Straumi Burðarási um tæp 3%. Hins vegar hækkaði gengi krónunnar um 0,3% í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×