Fleiri fréttir

Styttist í prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi

Prófkjör Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar fer fram á laugardaginn kemur. Oddviti flokksins í bæjarstjórn Kópavogs sækjist eftir fjórða sætinu en Samfylkingin hefur nú þrjú sæti í bæjarstjórn.

Segist virða ákvörðun Valgerðar

Ný leiðtogi Vinstri-grænna á Akureyri segist virða þá ákvörðun Valgerðar Bjarnadóttur að taka ekki annað sætið á listanum. Hann boðar byltingu og neitar að hafa keypt fylgi með kjötbollum.

Frumvarp um reykingabann lagt fyrir á Alþingi í dag

Reykingar skulu með öllu bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi frá og með 1. júní 2007 ef frumvarp sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag nær fram að ganga. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir við frumvarpið og virðist afstaða til þess ganga þvert á pólitískar línur. Forræðishyggja segir Björgvin Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar.

Fyrsti hluti lóðar verður ekki boðin út

Urgur er í verktökum í kjölfar frétta um að semja eigi útboðslaust um fyrsta hluta lóðaframkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. Þeir vilja þó ekki gagnrýna borgaryfirvöld opinberlega, af ótta við að verða settir út í kuldann.

Minni Fríhöfn ógnar atvinnulífi á Suðurnesjunum

Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir það ógna atvinnulífi á Suðurnesjum verði bannað að selja annað en áfengi og tóbak í komufríhöfninni. Ef af verður þarf að segja um fimmtíu starfsmönnum upp störfum.

Bahá'íar sækjast ekki eftir að gefa samknynhneigða saman

Bahá' íar á Íslandi segjast ekki munu sækjast eftir að gefa samkynhneigða saman í hjónaband en segja fordóma gagnvart samkynhneigðum vera í andstöðu við trú sína. Þetta kemur fram í umsögn sem Andlegt þjóðarráð bahá' ía á Íslandi sendi nýverið Alsherjanefnd Alþingis sem hafði áður óskað eftir umsögn trúfélagsins um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra.

Menntamálaráðuneyti veitir styrki til atvinnuleikhópa

Styrkir til atvinnuleikhópa og starfslaun úr listamannasjóði voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Það er Menntamálaráðuneyti og listasjóður sem veitir styrkina sem ætlaðir eru til að styrkja starfsemi atvinnuleikhópa.

Umræður um varnarmál hefjast á ný

Stefnt er að því að viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjist að nýju á fimmtudag í Washington. Þetta var ákveðið á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í London í dag.

Sprengjuhótun barst Jótlandspóstinum

Byggingar Jótlandspóstsins í Árósum og Kaupmannahöfn í Danmörku voru rýmdar fyrr í dag, eftir að sprengjuhótun barst á ritstjórn blaðsins. Hringt var á blaðið og sagt að sprengju hefði verið komið fyrir. Mikil reiði ríkir meðal múslima í garð blaðsins, eftir að það birti tólf skopmyndir af Múhameð spámanni síðastliðið haust.

Reykingar bannaðar með öllu á veitinga- og skemmtistöðum

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um reykingarbann á Alþingi í dag. Frumvarpið felur það í sér að reykingar á veitinga- og skemmtistöðum verði bannaðar með öllu frá og með 1. júní 2007.

Þoturnar eftir en þyrlurnar á brott?

Svo gæti farið að björgunarþyrlur varnarliðsins yrðu fluttar á brott en herþotur Bandaríkjamanna yrðu hér áfram. Valur Ingimundarson, sagnfræðingur, fullyrðir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að skilja að rekstur á þyrlum og þotum til þess að svo megi verða en það hafi ekki verið gert hingað til. Þetta sé nýr flögur á varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna.

Arnarfell bauð lægst

Í dag voru opnuð tilboð í Hraunveitu, sem er einn áfangi í byggingu Kárahnjúkavirkjunnar. Var það verktakafyrirtækið Arnarfell sem bauð lægst eða tæpar 980 milljónir sem svarar til um sjötíu prósenta af kostnaðaráætlun.

Methagnaður Íslandsbanka

Íslandsbanki kynnti í dag uppgjör sitt fyrir árið 2005. Var hagnaður fyrirtækisins rúmir nítján milljarðar eftir skatta og arðsemi eigin fjár 30 prósent. Hagnaðurinn jókst um 60 prósent á milli ára en var 12 milljarðar árið 2004. Fyrirtækið skilaði skatttekjum upp á um 4,3 milljarða til ríkissjóðs.

Tveir nýir metanvagnar

Strætó bs. kynnti í dag tvo nýja almenningsvagna, sem ganga fyrir metani. Þar með hefur fyrirtækið stigið enn eitt skrefið í þá átt að draga úr útblástursmengun á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði Strætó bs. verið frumkvöðull í notkun vetnisknúinna bifreiða hér á landi.

Ný reglugerð um loðnuveiðar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á tímabilinu frá 31. janúar 2006 til og með 30. apríl 2006. Samkvæmt reglugerðinni verður leyfilegur heildarafli íslenskra skipa 47.219 lestir af loðnu.

Fundað um fuglaflensu

Stjórnendur Landbúnaðarstofnunar hafa ákveðið að fara í fundaferð um landið til að kynna bændum og dýralæknum varnir gegn fuglaflensu og viðbrögð ef sjúkdómurinn berst hingað.

Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögu launanefndar

Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögum Launanefndar sveitarfélaga um að hækka lægstu laun sérstaklega umfram ákvæði kjarasamninga. Samþykktin nær til starfsmanna sveitarfélaga sem hafa 140 þúsund krónur á mánuði eða minna. Reiknað er með að lægstu laun hækki um 12%.

Tíu ritverk koma til greina

Tíu ritverk hafa verið tilnefnd af Reykjvíkurakademíunni sem afburðar fræðirit að mati Viðurkenningarráðs Hagþenkis á síðasta ári. Koma þessi rit til greina við veitingu viðurkenningar Hagþenkis sem afhent verður í lok febrúar en viðurkenningin nemur um sjöhundruð og fimmtíu þúsundum króna.

Íslensk kvikmynd tilnefnd til Óskarsverðlauna

"Síðasti bærinn" í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki leikinna stuttmynda. Í aðalhlutverki er gamla leikarakempan Jón Sigurbjörnsson. Þetta er í annað sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Aðeins einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til óskarsverðlauna en það var fyrir fjórtán árum þegar mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar var tilnefns í flokki erlendra kvikmynda.

Afskipti Alþingis orsaka stjórnskipulegan vanda

Halldór Halldórsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands vestra, segir það ekki gott að Alþingi grípi fram fyrir hendur Kjaradóms eins og gert var varðandi úrskurð Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Dómarar íhuga nú lögsókn vegna málsins.

Framboðslisti VG í Kópavogi

Á félagsfundi Vinstri grænna í Kópavogi í gærkvöldi var framboðslisti hreyfingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor samþykktur. Í prófkjöri sem hreyfingin hélt í nóvember síðast liðnum hlaut Ólafur Þór Gunnarsson flest atkvæði í fyrsta sæti og leiðir því flokkinn í vor. Fyrstu fjögur sætin voru bundin eftir kosninguna og í örðu sæti listans er Guðbjörg Sveinsdóttir, í þriðja Emil Hjrövar Petersen og fjórða sætið skipar Lára Jóna Þorsteinsdóttir.

Verða að greiða fyrrum starfsmanni laun

G.P.G fiskvinnsla verður að greiða fyrrum stjórnanda fiskvinnslunnar Jökuls á Raufarhöfn hálfa þriðju milljón króna sem hann á hjá félaginu í ógreiddum launum.

Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun

Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikl aþörf á frekari úrræðum. Allt að 5.000 einstaklingar þjást af átröskunum á Íslandi í dag en aðeins 60 prósent sjúklinganna ná sér að fullu.

Hafnar öllum kröfum olíufélaganna

Samkeppniseftirlitið hafnar öllum kröfum olíufélaganna um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála um ólöglegt samráð félaganna verði ógiltur. Það hafnar líka þeirri kröfu félaganna að sektir á þau verði felldar niður eða lækkaðar til muna.

Forsetahjónin heimsóttu Grundaskóla

Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu Grundaskóla á Akranesi í morgun. Forsetahjónin kynntu sér starfsemi skólans, en hann fékk Íslensku menntaverðlaunin í fyrra fyrir að sinna nýsköpunarstarfi vel.

Ísland ekki skotmark hryðjuverkamanna

Ísland skiptir ekki lengur nokkru máli í hernaðarlegu tilliti og engin sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að Ísland sé mögulegt skotmark hryðjuverkamanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Val Ingimundarson sagnfræðing, sem birtist á dögunum í virtu erlendu fræðiriti um öryggis- og varnarmál.

Eldur í bíl Halla í Botnleðju

Eldur kom upp í bíl við Kennaraháskóla Íslands rétt upp úr klukkan hálftíu í morgun. Eigandi bílsins, Halli í Botnleðju, var staddur í skólanum þar sem hann stundar nám, þegar eldur blossaði upp í bíl hans sem stóð mannlaus á bílastæði skólans. Bíllin gjöreyðilagðist í eldinum en eldsupptök eru ókunn.

Röð óhappa á Reykjanesbraut

Tvennt slasaðist, en hvorugt alvarlega, þegar fimm bílar lentu í msimunandi miklum ógöngum í skyndilegri ísingu og þoku á Reykjanesbrautinni upp úr klukkan sjö í morgun, á móts við afleggjarann að Innri-Njarðvík. Fyrst ók sendibíll á ljósastaur.

Styrkur veittur úr minningarsjóði Dagsbrúnarformanns

Stjórn Alþýðusambandsins hefur ákveðið að veita styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar 1. maí næstkomandi og verður það í fyrsta skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Styrkurinn verður að hámarki hálf milljón króna.

Seinkun á kalkþörungaverksmiðju

Þriggja mánaða seinkun hefur orðið á byggingu kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.is. Ástæður fyrir seinkuninni eru meðal annars þær að gögn vantaði í sambandi við hönnun hússins og einnig var lóðin ekki eins aðgengileg og haldið var. En vonast er til að byrjað verði á framkvæmdunum innan tíu daga og að verksmiðjan taki til starfa seinnipart sumars.

Sáu tvær hvalatorfur

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem verið hefur við loðnuleit fyrir austan land að undanförnu, siglir nú fulla ferð í átt að svæði, þar sem flugvél Landhelgisgæslunnar sá tvær stórar hvalatorfur í gær. Það var um 75 sjómílur austur af mynni Vopnafjarðar og er talið að hvalirnir séu þar í æti, og að ætið sé loðna.

Engar kærur bárust

Engar kærur bárust skrifstofu Framsóknarflokksins vegna framkvæmdar við prófkjörið í Reykjavík um helgina en kærufrestur rann út klukkan sex í gærkvöldi. Óskar Bergsson, sem hafnaði í þriðja sæti, og stuðningsmenn hans, virðast því ætla að una niðurstöðunni án frekari athugasemda.

Þiggur ekki annað sætið

Valgerður H. Bjarnadóttir, eini bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri á kjörtímabilinu, hefur ákveðið að þiggja ekki annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún sóttist eftir fyrsta sætinu, en Baldvin H. Sigurðsson varð hlutskarpari í forvali flokksins og náði fyrsta sætinu. Valgerður, sem jafnframt á sæti í bæjarráði, er þó ekki að yfirgefa flokkinn og segist áfram ætla að taka þátt í flokksstarfinu.

Samið um kjör á Herjólfi

Sjómannasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá kjarasamningi fyrir háseta og þjónustufólk á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Samningurinn gildir til ársloka 2010 en aðrir samningar við starfsmenn á kaupskipum gilda almennt til loka næsta árs.

Kjósa um sameiningu verkalýðsfélaga

Félagar í Félagi járniðnaðarmanna hafa samþykkti að gengið verði til atkvæða um sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna. Alls eru tæplega fjögur þúsund félagsmenn í félögunum tveimur.

Vegir víðast greiðfærir

Flestir vegir landsins eru greiðfærir en hálka og hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum.

Ekki sá seki

Lögreglan í Reykjavík sleppti í gærkvöldi manni um tvítugt, sem handtekinn var í gærdag, grunaður um að hafa framið vopnað rán í afgreiðslu Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn neitaði sök og í ljós kom að hann mun ekki vera sá seki. Engin annar hefur verið handtekinn vegna málsins og er fréttastofu ekki kunnugt um hvort einhver sérstakur liggur undir grun. Þjófurinn náði 95 þúsund krónum úr peningaskúffu í afgreiðslunni áður en hann hvarf af vettvangi.

Valgerður gefur ekki kost á sér

Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri-grænna á Akureyri hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í annað sætið á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Valgerður sóttist eftir því að leiða listann.

Dansinn dunar hjá eldri borgurum

Eldri borgarar koma saman á hverjum mánudegi til að dansa línudans og samkvæmisdansa. Við litum á dansæfingu þar sem óhætt er að segja að dansinn duni tímunum saman.

Græðandi á skipaskráningarkerfi

Íslenska ríkið fengi tvö hundruð milljónir í kassann, með því að taka upp skipaskráningarkerfi að færeyskri fyrirmynd. Þetta segir Kristján Möller alingismaður, sem vill ekki bara bjarga íslenskri farmannastétt, heldur nota féð til að styrkja strandsiglingar hér við land.

Sjá næstu 50 fréttir