Innlent

Röð óhappa á Reykjanesbraut

Tvennt slasaðist, en hvorugt alvarlega, þegar fimm bílar lentu í msimunandi miklum ógöngum í skyndilegri ísingu og þoku á Reykjanesbrautinni upp úr klukkan sjö í morgun, á móts við afleggjarann að Innri-Njarðvík. Fyrst ók sendibíll á ljósastaur. Þegar lögreglan var nýkomin á vettvang valt bíll þar rétt hjá. Tækjabíll slökkviliðsins var sendur á vettvang til öryggis, en þá ók bíll á hann. Og rétt í sama mund misstu ökumenn tveggja bíla, sem komu úr gagnstæðum áttum, stjórn á þeim með þeim afleiðingum að báðir bílarnir snar snérust og skullu saman á afturendunum. Allt gerðist þetta á tæpum hálftíma og varð að loka Reykjanesbrautinn um stund á meðan að björgunarmenn voru að greiða úr flækjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×