Innlent

Samherji hefur tapað meira en milljarði á fiskeldi

Samherji hefur tapað meira en milljarði á fiskeldi innanlands. Aðstæður eru erfiðar en forstjóri Samherja segir að það kunni að reyna á skilning stjórnmálamanna hvort greinin lifi.

Við sögðum frá því gær að tuttugu störf væru í hættu hjá fiskeldisfyrirtækinu Silfurstjörnunni. Þar á undan bárust vondar fréttir af laxeldi í Mjóafirði þar sem fiskeldi verður hætt. Byggðastofnun svaraði í dag gagnrýni Samherja um meint skilningsleysi stofnunarinnar á vanda Silfurstjörnunnar og segir þá umræðu ótímabæra. En hvað sem því líður á greinin í heild erfitt uppdráttar. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, segir að Samherji hafi eytt gríðarlega miklum fjármunum í Silfurstjörnuna og hluthafar Samherja hafi tapað þeim fjármunum. Hann segir að þrátt fyrir alla gagnrýnina í tengslum við Silfurstjörnuna, þá megi menn ekki gleyma því að Samherji hafi átt frumkvæðið að starfseminni og lagt mikið í hana.

Sem dæmi um erfiðleikana í fiskeldi hérlendis má nefna að Samherji hefur tapað meira en einum milljarði króna á fiskeldi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins hyggur þó að enn megi reyna til þrautar.Hann segist vonast til að einhver lausn finnist fyrir laxeldi á Íslandi því að hans mati eigi Íslendingar að halda áfram í laxeldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×