Innlent

Íslensk kvikmynd tilnefnd til Óskarsverðlauna

"Síðasti bærinn" í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki leikinna stuttmynda. Í aðalhlutverki er gamla leikarakempan Jón Sigurbjörnsson. Þetta er í annað sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Aðeins einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til óskarsverðlauna en það var fyrir fjórtán árum þegar mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar var tilnefnd í flokki erlendra kvikmynda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×