Innlent

Tíu ritverk koma til greina

Tíu ritverk hafa verið tilnefnd af Reykjvíkurakademíunni sem afburðar fræðirit að mati Viðurkenningarráðs Hagþenkis á síðasta ári. Koma þessi rit til greina við veitingu viðurkenningar Hagþenkis sem afhent verður í lok febrúar en viðurkenningin nemur um sjöhundruð og fimmtíu þúsundum króna.

Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, kennslugögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Í ár er tekin upp sú nýbreytni að auk viðurkenningarinnar sjálfrar erkynntur lista tíu framúrskarandi fræðirita sem koma til greina við veitingu viðurkenningarinnar.  Á lista Viðurkenningarráðsins eru fræðirit og kennslubækur af margvíslegu tagi sem endurspegla fjölbreytt viðfangsefni fræðiritahöfunda og metnað þeirra við að skila rannsóknum sínum til almennings. Viðurkenningarráðið skipa: Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, íslenskufræðingur, Allyson Macdonald, prófessor, Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur.

Ritin tíu eru:

Margrét Eggertsdóttir: Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar.

Kolbeinn Stefánsson og Stefán Ólafsson: Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag. Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi I.

Ágúst Einarsson: Rekstrarhagfræði.

Hrafnhildur Schram: Huldukonur í íslenskri myndlist.

Guðni Th. Jóhannesson: Völundarhús valdsins. Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-80.

Magnús Þorkell Bernharðsson: Píslarvottar nútímans.

Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á þili.

Helgi Hallgrímsson: Lagarfljót. Mesta vatnsfall Íslands.

Kristín Björnsdóttir: Líkami og sál. Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun.

Jón Þorvarðarson: Og ég skal hreyfa jörðina.Forngrísku stærðfræðingarnir og áhrif þeirra.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×