Innlent

Dansinn dunar hjá eldri borgurum

Eldri borgarar koma saman á hverjum mánudegi til að dansa línudans og samkvæmisdansa. Við litum á dansæfingu þar sem óhætt er að segja að dansinn duni tímunum saman.

Félagar í Félagi eldri borgara koma saman í húsakynnum félagsins Ásgarði vikulega til að dansa og hafa gaman að. Það er Sigvaldi Stefán Þorgilsson hjá Dannskóla Sigvalda sem sér um danskennsluna sem nýtur mikilla vinsælda, enda eru allir sammála um að félagsskapurinn sé svo skemmtilegur. Karlmennirnir voru þó fáir þegar fréttamann bar að garði en konurnar láta það ekki á sig fá og eru ófeimnar við að stíga spor karlanna í samkvæmisdönsunum.

Dansfélagarnir Dóra Georgsdóttir og Jón Hannesson koma í hverri viku til að dansa, bæði línudans og samkvæmisdansa. Þau segja félagskapinn vera skemmtilegann auk þess sem dansinn sé svo góð hreyfing.

Að loknum línudansi var skipt yfir í samkvæmisdansa þar sem enskur vals var stiginn af mikilli ástríðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×