Innlent

Engar kærur bárust

MYND/pjetur_sigurdsson

Engar kærur bárust skrifstofu Framsóknarflokksins vegna framkvæmdar við prófkjörið í Reykjavík um helgina en kærufrestur rann út klukkan sex í gærkvöldi. Óskar Bergsson, sem hafnaði í þriðja sæti, og stuðningsmenn hans, virðast því ætla að una niðurstöðunni án frekari athugasemda.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær, voru öll utankjörfundaatkvæði innsigluð að talningu lokinni að ósk stuðningsmanna Óskars þar sem með ólíkindum þótti að þau hafi nær öll fallið á Björn Inga Hranfsson, sem náði fyrsta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×