Innlent

Sáu tvær hvalatorfur

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem verið hefur við loðnuleit fyrir austan land að undanförnu, siglir nú fulla ferð í átt að svæði, þar sem flugvél Landhelgisgæslunnar sá tvær stórar hvalatorfur í gær. Það var um 75 sjómílur austur af mynni Vopnafjarðar og er talið að hvalirnir séu þar í æti, og að ætið sé loðna.

Skipið er væntanlegt á vettvang í dag, en hingað til hefur ekki mælst nægileg loðna til þess að hægt sé að gefa út veiðikvóta og liggur stærsti hluti loðnuflotans í höfn, en nokkur skip eru við aðrar veiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×