Fleiri fréttir

Sendiferðabíll ók í veg fyrir steypubíl

Litlu munaði að alvarlegt slys hefði orðið á Reykjanesbraut í dag þegar sendiferðbíll ók í veg fyrir fulllestaðann steypubíll. Steypubíllinn lenti aftan á sendiferðabílnum með þeim afleiðingum að vörulyfta og afturhleri fóru af honum. Ökumaður steypubifreiðarinnar slasaðist lítillega. Nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum.

Fjórir segja upp á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ

Fjórir starfsmenn á leikskólanum Hlaðhömrum í Mosfellsbæ hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Leikskólastjórinn segist jafnvel eiga von á fleiri uppsögnum muni sveitafélagið ekki nýtta sér heimild launanefndar sveitafélaganna til launahækkunnar, sem samið var um síðastliðinn laugardag.

Hótel Saga og Hótel Ísland ekki seld

Búnaðarþing Íslands felldi rétt í þessu tillögu um að Hótel Ísland og Hótel Saga yrðu seld. Samningurinn var felldur með miklum mun og Hótel Saga og Hótel Ísland verða því ekki seld að svo komnu máli.

Stjórnvöld standi við skuldbindingar

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem þung áhersla er lögð á að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto-bókuninni. Bókunin veitir Íslendingum svigrúm til að auka framleiðslu á áli um 280 þúsund tonn til ársins 2012. Í ályktuninni segir að það svigrúm verði að nýta af varfærni og vara við áformum um að skilja eftir framtíðarvandamál sem tengjast of mikilli losun gróðurhúsalofttegunda.

Einn handtekinn vegna ráns

Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið einn mann sem er grunaður um vopnað rán hjá Happdrætti Háskólans í hádeginu. Lögreglan verst allra nánari frétta af málinu þar sem það er í rannsókn. Ekki er enn vitað hversu miklu af peningum þjófurinn náði. Skrifstofa Happadrættisins er enn lokuð vegna vettvangsrannsókna.

OgVodafone-númer í símaskrá

Nýjustu upplýsingar um símanúmer og heimilisföng viðskiptavina Og Vodafone, verða hér eftir aðgengilegar á simaskra.is og í Símaskránni. Þetta er vegna samkomulags Og Vodafone og Já, sem rekur simaskra.is, 118 og gefur út Símaskrána. Áður var aðeins hægt að fá nýjustu upplýsingar um viðskiptavini Og Vodafone í 118 hjá Já.

Segir morðið óviljaverk

Sigurður Freyr Kristmundsson sagði að það hefði verið óviljaverknaður þegar hann varð Braga Halldórssyni að bana með því að stinga hann í íbúð við Hverfisgötu 20. ágúst síðastliðinn.

Skipa nefnd til að fara yfir lög um kjaradóm

Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Er henni ætlað að gera tillögur um breytingar á þeim lögum í ljósi reynslunnar og ábendinga sem fram hafa komið um annmarka á þeim. Nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi launaákvarðana Kjaradóms og kjaranefndar.

Fær stærsti árgangur sögunnar inn í framhaldsskólana?

Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu.

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi Happdrætti Háskólans í hádeginu. Maðurinn var klæddur í dökkbláan Kraft-galla. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100.

Undirrita umsókn fyrir Surtsey

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirrita í dag umsókn íslenskra stjórnvalda um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.

Jaxlinn kynntur í tannverndarviku

Árleg tannverndarvika Lýðheilsustöðvar hófst í dag. Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðrar tannhirðu en meginmarkmiðið með tannverndarvikunni er að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir líf og heilsu fólks að vera með heilbrigðar tennur.

Forsetinn í Grundaskóla

Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Grundaskóla á Akranesi á morgun í tilefni af því að Grundaskóli fékk Íslensku menntaverðlaunin í flokki skóla sem sinnt hafa nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi.

Vopnaður maður rændi HHÍ í Tjarnargötu

Vopnaður ræningi rændi Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf. Maðurinn kom inn með byssu og sagðist vera að ræna útibúið: Hann vatt sér síðan að næsta peningakassa, tók laust fé úr honum og hvarf á braut. Honum var veitt eftirför en hefur enn ekki fundist.

Myndi raska öllum skuldbindingum

Forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er móðurfélag Fríhafnarinnar, segir að það muni raska öllum skuldbindingum félagsins og uppbyggingaráformum, ef sala í komuverslun Fríhafnarinnar verður einskorðuð við áfengi og tóbak, eins og Samtök Verslunar og þjónustu knýja á um.

Vopnað rán hjá Happdrætti Háskólans

Hettuklæddur maður vopnaður byssu rændi Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf í dag. Mannsins er leitað. Enginn starfsmaður slasaðist í ráninu.

Verður Hótel Saga seld?

Búnaðarþing kom saman klukkan ellefu í morgun til að taka ákvörðun um það hvort kauptilboði í Hótel Sögu og Hótel Ísland verði tekið. Þingið var kallað saman til þessa aukafundar og er kauptilboðið það eina sem ráðgert er að ræða. Ekki er vitað hvenær þinginu lýkur.

Friðurinn úti

Friðurinn hefur verið rofinn á vinnumarkaðnum með samþykkt Launanefndar sveitarfélaganna um hækkun lægstu launa, að mati Kristjáns Gunnarssonar, formanns Starfsgreinasambands Íslands. Hann hefur boðað formenn verkalýðsfélaganna á fund í næstu viku til að ræða tillögu launanefndarinnar.

Öll atkvæði utan kjörfundar innsigluð

Stuðningsmenn Óskars Bergssonar, sem lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík um helgina, létu innsigla öll utankjörfundaratkvæði að talningu lokinni.

Og Vodafone í Símaskrána

Nýjustu upplýsingar um símanúmer og heimilisföng viðskiptavina Og Vodafone, verða hér eftir aðgengilegar á simaskra.is og í Símaskránni. Þetta er vegna samkomulags Og Vodafone og Já, sem rekur simaskra.is, 118 og gefur út Símaskrána.

Réttað yfir Sigurði Frey

Aðalmeðferð í máli Sigurðar Freys Kristmundssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður Freyr er ákærður fyrir að hafa banað Braga Halldórssyni í ágúst síðastliðnum með því að stinga hann með hnífi.

Innbrot reynt í félagsmiðstöð

Tilraun var gerð til að brjótast inn í félagsmiðstöðina í Þorlákshöfn síðustu nótt. Vaktmaður öryggisgæslufyrirtækis tók eftir að einhver hafði reynt að spenna upp hurð á félagsmiðstöðinni en mistekist og er ekki að sjá að hann hafi komist inn. Ekki er vitað hvort sami einstaklingur hafi verið á ferð og braust inn í Sæunni Sæmundsdóttur ÁR aðfaranótt laugardags.

Samið við þrjú félög

Fulltrúar Reykjavíkurborgar gengu í gær frá samningum við þrjú stéttarfélög um breytingar og framlengingu á samningum félaganna við borgina. Félögin eru Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Útgarður.

Eru að slökkva síðustu glæðurnar

Slökkviliðsmenn eru að ljúka við að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað við Hafravatn. Enginn reyndist vera í bústaðnum þegar eldurinn kom upp og því engin hætta á ferðum. Sumarbústaðurinn er hins vegar illa skemmdur.

Eldur í sumarbústað

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu voru sendar að Hafravatni til að slökkva eld sem kom upp í sumarbústað þar fyrir skemmstu.

Spassky til Íslands

Skákmeistarinn Boris Spassky, sem árið 1972, missti heimsmeistaratitilinn í hendur Bobby Fischers í Laugardalshöllinni, er væntanlegur hingað til lands í næstu viku. Að sögn Morgunblaðsins ætlar hann að taka þátt í hátíðarhöldum til heiðurs Friðriki Ólafssyni fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Ekki liggur fyrir hvort hann muni hitta Fischer í heimsókninni, en sem kunnugt er er Fischer orðinn íslenskur ríkisborgari og býr í Reykjavík.

Steinunn og Ólafur fengu starfslaun í þrjú ár

Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Ólafur Gunnarsson hlutu starfslaun til lengst tíma við úthlutun listamannalauna. Hvort um sig hlýtur starfslaun til þriggja ára. 124 listamenn fengu starfslaun sem nema frá þremur mánuðum upp í þrjú ár og tíu að auki fengu fararstyrk.

Í fangelsi fyrir akstur án réttinda

Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl ökuréttindalaus á Akureyri. Maðurinn hefur aldrei fengið ökuréttindi og var fyrir sjö árum dæmdur til að fá aldrei ökuréttindi vegna endurtekinna umferðarlagabrota.

Kristinn vill skýringu

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokks segir að það verði að fá skýringu á gríðarlegri þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslum í prófkjörinu í Reykjavík um helgina. Það hafi líklega aldrei gerst áður að fjórðungur greiddra atkvæða sé utan kjörfundar.

Segir nám til stúdentsprófs stytt til að spara fé

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir áform um að stytta námstíma til stúdentsprófs snúast um að spara fé fyrir ríkið og auka miðsstýringu. Hún telur að staldra þurfi við og athuga fremur möguleika á að stytta námstímann í grunnskólanum.

Fundu 20 grömm af kókaíni

Lögreglumenn fundu að minnstakosti tuttugu grömm af efni, sem talið er vera kókaín, þegar hún var að hreinsa út úr fíkniefnagreni í Austurborignni seint í nótt. Eigandi efnisins var meðal gesta í húsinu og er hann í haldi lögreglu. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið, enda eru menn víst ekki að rúnta með svona mikið efni í einu í bílumn sínum, ef þeir ætla þau til eigin nota.

Stjórnskipulegur vandi blasir við

Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.

Stærsti árganur Íslandssögunnar

Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu.

Eldur kviknaði í gamalli vörubifreið

Eldur kviknaði í gamalli vörubifreið við Svínavatn í Biskupstungum nú fyrir stundu. Engin hætta var á ferðum og tók það slökkvilið skamma stund að ráða niðurlögum eldsins.

Íslendingar ljúki háskólagráðum á svipuðum tíma og aðrir

Prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands segir það ekki alls kostar rétt að íslenskir nemendur ljúki námi seinna og skili sér seinna út á vinnumarkaðinn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum, eins og haldið hefur verið fram. Íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum en ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi þá ljúki Íslendingar þeim gráðum á svipuðum tíma.

Skoða kosti þess að sameinast

Hafnarsamlag Eyjafjarðar og Hafnarsamlag Norðulands skoða nú kosti þess að sameinast. Á vefsíðunnni dagur.net er fjallað um að vegna sameiningar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, að þá hafi verið fjallað um það í skýrslu Rannsóknarstofnunnar Háskólans á Akureyri, hvernig skylda fara með hafninar á þeim stöðum, en Siglufjarðarhöfn hefur staðið utan hafnarsamlaga.

Dómurinn ekki áfellisdómur

Dómur héraðsdóms yfir Biskupi Íslands er ekki áfellisdómur að mati lögfræðings biskups. Hann segir óvíst að dóminum verði áfrýjað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að biskup hafi brotið stjórnsýslulög við ráðningarferli sendiráðsprests í London.

Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H.

Björn Ingi Hrafnsson gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. Gunnarsson, þingmanns Framsóknarflokksins, um að hópur forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári.

Nóttin hjá lögreglu um landið að mestu tíðindalaus

Þrettán voru handteknir í eftirlitsaðgerðum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík við og á skemmtistöðum í miðborginni í fyrrinótt. Allir reyndust hafa í fórum sínum eitthvert magn af hassi, amfetamíni, kókaíni, maríjúana og ofskynjunarsveppum, að því er Fréttablaðið greinir frá í dag.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá klukkan 10-17 samkvæmt tilkynningu frá staðarhöldurum. Klukkan 8 var 7 stiga hiti og nánast logn. Í tilkynningunni segir að það sé sannkallað vorfæri í brekkunum og snjórinn því orðinn töluvert blautur.

Baldvin hlutskarpastur í forvali VG á Akureyri

Baldvin H. Sigurðsson sigraði í forvali Vinstri - grænna fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri í gær. Hann fékk 60 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi varð í öðru sæti en hún sóttist eins og Baldvin eftir að leiða listann.

Sameining samþykkt nyrðra

Yfirgnæfandi meirihluti Siglfirðinga og Ólafsfirðing samþykkti í gær að sameina sveitarfélögin. 86 prósent Siglfirðinga sögðu já í sameiningarkosningunum og 77 prósent Ólafsfirðinga. Kjörsókn á Siglufirði var rúmlega 60 prósent og um 70 prósent á Ólafsfirði.

Björn Ingi leiðir framsóknarmenn í Reykjavík

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær.

Kjörsókn ívið meiri á Ólafsfirði en Siglufirði

Kjörsókn er ívíð meiri á Ólafsfirði en Siglufirði í sameiningarkosningum sem fram fara þar í dag. Að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði, var kjörsókn um 50 prósent á Siglufirði rétt fyrir sex en á Ólafsfirði var hún 63 prósent. 1711 manns eru á kjörskrá og verði af sameiningu verður til um 2.300 manna sveitarfélag.

Sjá næstu 50 fréttir