Innlent

Virðingarleysi að birta teikningarnar af Múhameð spámanni

Fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar segir að það beri ekki vott um þroska að smána minnihlutahóp í landinu. Formaður félags múslima á Íslandi segir að bannað sé í Íslam að myndgera spámennina. DV birtir í dag teikningarnar umdeildu og sænsk blöð eru að íhuga hið sama. Málið er því farið að vinda upp á sig með ófyrirséðum afleiðingum. Hér á landi búa líklega um eitt þúsund múslimar, flestir af albönskum uppruna.

Múhameðsmyndirnar hafa spilað upp í hendurnar á öfgamönnum, bæði kristinna og múslima. Á meðan islamistar standa fyrir því að danskar vörur séu sniðgengnar í arabaheiminum þá hvetja kristin samtök í Bandaríkjunum félaga sína til að kaupa danskar vörur sem aldrei fyrr. Norska þjóðkirkjan hefur hins vegar varað við að múslimum eða öðrum trúarhópum sé vísvitandi ögrað.

Talsmenn múslima í Danmörku sögðust í dag taka afsökunarbeiðni Jótlandspóstsins í gær til greina. Hins vegar hafa samtök múslima í Miðausturlöndum ítrekað hvatningu til fólks um að sniðganga danskar vörur og mjólkurvöruframleiðandinn Arla óttast að þurfa að segja upp fólki vegna minnkandi eftirspurnar í Miðausturlöndum.

Sjá má fréttina í heild sinni á VefTíví Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×