Innlent

Menntamálaráðuneyti veitir styrki til atvinnuleikhópa

Styrkir til atvinnuleikhópa og starfslaun úr listamannasjóði voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Það er Menntamálaráðuneyti og listasjóður sem veitir styrkina sem ætlaðir eru til að styrkja starfsemi atvinnuleikhópa.

Fimm atvinnuleikhópar fengu styrki frá menntamálaráðuneyti til uppsetningar á verkum sínum og þrír leikhópar fengu starfsmannalaun úr listasjóðiþ Þá fengu fjórir atvinnuleikhópar bæði styrki til uppsetningar og starfslaun. Leikhópurinn Common Nonsense sem setti upp leikritið Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson síðastliðið haust, í samvinnu við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands, er meðal styrkþega í ár. Leikhópurinn hyggst setja nýtt leikrit á fjalirnar sem einnig er skrifað af Hugleik. Verkið ber heitið "Abortion the musical" og fjallar um unga stúlku sem verður ólétt. Valur Freyr Einarsson leikari tók við styrknum fyrir hönd Common Nonsense og hann var að vonum ánægður með hann.

Common Nonsense fékk bæði styrk til uppsetingar og starfsmannalaun, samtals um 7,6 milljón króna. En duga styrkirnir fyrir áætluðum kostnaði? Valur segir það hæpið þrátt fyrir að styrkirnir séu jafn háir og raun ber vitni en þeir nema um 50% af áætluðum kostnaði. Hann segist þó vongóður með að leikhópnum takist að fjármagna verkið og gerir ráð fyrir að það fari á fjalirnar næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×