Innlent

Seinkun á kalkþörungaverksmiðju

MYND/arnfirdingur

Þriggja mánaða seinkun hefur orðið á byggingu kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.is. Ástæður fyrir seinkuninni eru meðal annars þær að gögn vantaði í sambandi við hönnun hússins og einnig var lóðin ekki eins aðgengileg og haldið var. En vonast er til að byrjað verði á framkvæmdunum innan tíu daga og að verksmiðjan taki til starfa seinnipart sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×