Innlent

Þorsteinn nýr ritstjóri Fréttablaðsins

Þorsteinn Pálsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Fréttablaðsins og mun starfa þar við hlið Kára Jónassonar. Þorsteinn gegndi nú síðast embætti sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þar áður var hann í London. Þorsteinn var forsætisráðherra 1987 til 1988 og formaður Sjálfstæðisflokksins 1983 til 1991 þegar hann tapaði naumlega í formannskjöri fyrir Davíð Oddssyni.

Frá ráðningu Þorsteins var sagt í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld og hefur fréttastofa NFS fengið þær fregnir staðfestar.

Ari Edwald, sem tekur við starfi forstjóra 365 miðla á morgun segist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu og vill ekki staðfesta fréttina. Ekki hefur náðst í Þorstein Pálsson í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×