Fleiri fréttir

Kjörsókn þokkaleg fyrir norðan

Kjörsókn í sameiningarkosningum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið með þokkalegasta móti það sem af er degi, að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði. Hann áætlar að um þriðjungur kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn frá því að kjörstaðir voru opnaðir klukkan tíu í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan átta.

Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta

Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn.

LN heimilar sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara

Launanefnd sveitarfélaganna ákvað á fundi sínum í morgun að heimila sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Gildistími launaviðbótanna er frá upphafi þessa árs til 30. september þegar kjarasamningur Félags leikskólakennara við launanefndina rennur út. Það er því á herðum sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvort og þá hve mikið laun leikskólakennara hækka.

130 einbýlishúsalóðir runnu út

130 einbýlishúsalóðir sem Reykjanesbær auglýsti í vikunni eingöngu til einstaklinga runnu út á tveimur dögum. Mikill uppgangur er í bæjarfélaginu og hefur lóðum fyrir vel á annað þúsund íbúðir verið úthlutað að undanförnu.

350 búnir að kjósa í prófkjöri Framsóknar á hádegi

Góð mæting hefur verið á kjörstað í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík í morgun og voru 350 manns búnir að kjósa á hádegi. Formaður kjörstjórnar segir þetta stóran dag í sögu flokksins en þetta er fyrsta prófkjör Framsóknarflokksins í borginni í sextán ár.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Opið er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag frá kl. 10-17. Skíðafærið er unnið harðfenni. Veðrið kl. 8 var nánast logn og 3. stiga hiti. Í tilkynningu frá starfsfólki í fjallinu segir að það sé ágætis snjór í Hlíðarfjalli þrátt fyrir hlýtt veðurfar undanfarna daga. Flestar lyftur séu í notkun.

Velti bíl á Þorlákshafnarvegi

Ung kona velti bíl sínum á Þorlákshafnarvegi norðan við Eyrarbakkaveg um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hún meiddist þó ekki alvarlega en var flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún kvartaði undan verkjum í hálsi. Bíllinn sem konan ók er illa farinn og óökufær.

Skipar starfshóp vegna nýrra framhaldsskóla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta fýsileika þeirra kosta sem til staðar eru varðandi byggingu nýrra framhaldsskóla. Fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins að starfshópurinn muni skoða sérstaklega kosti á höfuðborgarsvæðinu og við utanverðan Eyjafjörð.

Segir áhrifahóp vilja ráða hver leiði lista

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamikill hópur innan flokksins vilji ráða því hverjir leiði lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og hafi beitt sér hart í þeim efnum fyrir prófkjör sem fram fer í dag.

Siglfirðingar og Ólafsfirðingar kjósa um sameiningu

Siglfirðingar og Ólafsfirðingar greiða um það atkvæði í dag hvort sameina beri sveitarfélögin, en íbúar beggja sveitarfélaga samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð þann 8. október. Kjörstaðir voru opnaðir nú klukkan tíu og þeir verða opnir til klukkan átta í kvöld.

Framsóknarmenn í Reykjavík ganga til prófkjörs

Framsóknarmenn í Reykjavík velja í dag sex efstu fulltrúa sína á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor með prófkjöri sem fram fer í anddyri Laugardalshallarinnar. Það hefst nú klukkan tíu og lýkur klukkan sex.

Þrír bankar hagnast yfir 100 milljarða

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna.

Herra Ísland sviptur titlinum

Ólafur Geir Jónsson hefur verið sviptur titlinum Herra Íslands en Ólafur var kosinn Herra Ísland árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert.

90 prósent ferðamanna höfðu góða reynslu af Reykjavík

Níu af hverjum tíu erlendu ferðamönnum sem heimsóttu Reykjavík á síðasta sumri voru höfðu góða reynslu af borginni. Þá er sama hlutfall af gestum menningarstofnana borgarinnar ánægður með starfsemi þeirra. Þetta sýna niðurstöður tveggja kannana sem kynntar voru í dag

Kynferðisbrot gegn þroskaheftri stúlku

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í dag fyrir kynferðisbrot gegn sautján ára þroskaheftri stúlku. Héraðsdómur Reykjaness gagnrýnir vinnubrögð og rannsókn lögreglu í málinu og segir hana hafa brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins og mannréttindasáttmála Evrópu.

Biskup misskilur frumvarp

Biskup Íslands virðist misskilja frumvarp ríkisstjórarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra að því er varðar þann hluta þess sem fjallar um tæknifrjóvganir. Ef svo er ekki þá er ekki annað að sjá en að um útúrsnúning sé að ræða að sögn Ragnars Aðalsteinssonar, hæstarréttarlögmanns.

Efnahagsuppbygging á Íslandi einna hröðust í heiminum

Hagvöxtur hér á landi var rúmlega fimm prósent í fyrra, sem er nánast einsdæmi á Vesturlöndum. Hástökkvararnir í hagvexti eru hins vegar risarnir í Asíu, Kína, þar sem hagvöxturinn var níu prósent í fyrra, og Indland þar sem hagvöxturinn var rúm sjö prósent. Ísland er þannig í flokki þeirra landa þar sem efnahagsuppbygging hefur verið einna hröðust í heiminum.

Umhverfismat gleymdist

Borgin gleymdi umhverfismati fyrir bílastæðahús við tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem rísa á við Reykjavíkurhöfn. Öll viðvörunarljós loga, segja sjálfstæðismenn, og að ekki séu öll kurl komin til grafar enn.

Eldur í bílum

Tveir eldsvoðar urðu í bílum í kvöld. Rétt fyrir klukkan 20 kviknaði í heyrúllu á vörubíl í Garðabæ. Bíllinn var að koma utan af landi með rúllur á pallinum og í vagni sem var í eftirdragi. Það kviknaði í rúllunni sem var næst bílstjórahúsinu og þurfti að hífa rúllurnar af bílnum til að slökkva eldinn. Þá kom upp eldur í bíl við Dugguvog um hálf tíu. Í hvorugu tilvikinu urðu meiðsl á fólki.

Meiri áhætta að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir meiri áhættu tekna fyrir íslenskt efnahagslíf með því að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu. Hann telur verkefnið vel viðráðanlegt út frá hagstjórn og að of mikið sé gert úr hættu sem því fylgi. Ný skoðanakönnun sýnir að 56 prósent þeirra sem afstöðu taka séu hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar í landinu.

Íbúðalánavextir muni standa í stað

Viðskiptabankarnir skeyta engu um vaxtahækkanir Seðlabankans og almennir íbúðalánavextir standa í stað. Ef vextir hér verða of háir, sækja bankarnir einfaldlega peninga til útlanda, segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans.

Álver á Norðurlandi eina glóran

Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar, sagði í hádegisviðtalinu á NFS í dag að eina glóran sé að reisa álver á Norðurlandi. Álver í Fjarðarbyggð hafi breytt sveitarfélaginu frá því að vera samfélag í vörn í að vera samfélag í sókn.

Mörg tækifæri ónýtt

Greiðar samgöngur til þéttbýliskjarna Vesturlands hafa breytt framtíðarásjónu landshlutans. Sumir vilja meina að landshlutinn sé orðinn tvískiptur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Framtíð Vesturlands var rædd á ráðstefnu á Bifröst í dag.

Hagnaður Avion Group 2,6 milljarðar

Heildartekjur Avion Group á fjárhagsárinu, sem var frá ársbyrjun til loka október 2005, námu rúmum 86 milljörðum króna. Rekstrargjöld voru rúmir 80 milljarðar og rekstrarhagnaður rúmir 3,7 milljarðar. Hagnaður félagsins á þessu tímabili nam rúmum 2,6 milljörðum.

Landsbankinn hagnaðist um 25 milljarða í fyrra

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári, úr 12,7 milljörðum króna í 25 milljarða. Í afkomutilkynningu frá bankanum kemur enn fremur fram að hreinar vaxtatekjur hafi numið 22,9 milljörðum króna samanborið við 14,7 milljarð króna á árinu 2004 og jukust þær um 56 prósent.

Ásgeir Sverrisson nýr ritstjóri Blaðsins

Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins og mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi. Ásgeir hefur starfað á ritstjórn Morgunblaðsins í tæp 20 ár og verið fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu frá árinu 2001.

Segir skatta hafa lækkað umtalsvert frá 1994

Að sögn fjármálaráðuneytisins hafa skattar lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar fram til ársins 2007 þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi. Þá segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að skattleysismörk á sama verðlagi séu nánast þau sömu og þau voru árið 1994 og að þau muni verða talsvert hærri árið 2007.

Karl og kona úrskurðuð í viku gæsluvarðhald

Karl og kona voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku í tengslum við umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði sem upp komst um í gær. Á þriðja hundrað kannabisplöntur fundust í húsnæðinu, sumar allt að tveggja metra háar, og einnig smáræði af hassi og amfetamíni.

Osta- og smjörsalan fjarlægir osta úr verslunum

Osta- og smjörsalan hefur innkallað í dag og fjarlægt þrjú vörunúmer úr verslunum vegna gerlagalla sem greindist í Búra og Havarti-ostum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar. Þær vörutegundir sem um er að ræða eru vörnúmer 4011 Búri, vörunúmer 3905 Havarti 32% og vörunúmer 3915 Krydd-Havarti 32%.

Tveir fluttir til aðhlynningar eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi um þrjúleytið og voru tveir aðilar fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahús. Ekki er enn vitað hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki en að sögn læknis virðist sem svo sé ekki. Áreksturinn átti sér stað við svokallað vigtunarplan á Vesturlandsvegi þegar jeppabifreið var ekið undir vörubílspall.

Fjallað um upphaf aðalmeðferðar í Baugsmálinu

Fjallað verður um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nú klukkan tvö hvort aðalmeðferð í Baugsmálinu hefjist 9. eða 10. febrúar, eða síðar. Settur ríkissaksóknari í málinu hefur sótt um frestun á að aðalmeðferð hefjist.

Símasamband komið á að nýju í Kópavogi

Bráðabirgðaviðgerð er lokið á rafstrengnum sem bilaði á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa náðist ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans í á aðra klukkustund.

Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki

Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna.

Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir karli og konu

Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir karli og konu sem handtekin voru í gærkvöldi.

Öryggisverðir gæta gesta á álráðstefnu

Samtök atvinnulífsins hafa ráðið öryggisverði frá Securitas til að gæta öryggis á ráðstefnu um ál og orkuframleiðslu sem fram fer á Hótel Nordica í dag. Hópur fólks réðst inn á ráðstefnu um álframleiðslu í fyrra og sletti skyri á gesti.

Bilun í rafstreng í Kópavogi

Bilun varð í rafstreng á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa næst ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans. Unnið er að viðgerð og er áætlað að henni ljúki skömmu eftir hádegi.

Dýrara á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum

Það er dýrara að búa á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman.

Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi fann talsvert af fíkniefnum við húsleit í heimahúsi í Kópavogi og í fyrirtæki húsráðandans í Reykjavík seint í gærkvöldi. Jafnframt voru tveir handteknir, en sleppt undir morgun að yfirheyrlsum loknum. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu og heldur rannsókn áfram. Við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar manna frá öðrum lögregluembættum og Tollgæslunnar og fíkniefnahundur var með í för.

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hált á Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði og á Klettshálsi. Á Norður- Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir.

Girti niður um ungan dreng

Lögreglan í Reykjavík leitar nú að snyrtilegum sólbrúnum karlmanni , líklega um fimmtugt, sem tældi 11 ára dreng inn í port á Seltjarnarnesi og reyndi þar að girða niður um hann. Drengnum tókst að slíta sig lausan og komast undan á hlaupum. Hann telur að maðurinn hafi verið á blálaeitum station bíl. Í fyrstu uggði drengurinn ekki að sér þar sem maðurinn sagðist þekkja móður hans og afa.

Sjá næstu 50 fréttir