Innlent

Öryggisverðir gæta gesta á álráðstefnu

Hótel Nordica
Hótel Nordica MYND/GVA

Samtök atvinnulífsins hafa ráðið öryggisverði frá Securitas til að gæta öryggis á ráðstefnu um ál og orkuframleiðslu sem fram fer á Hótel Nordica í dag. Gústaf Adolf Skúlason, upplýsingarfulltrúi ráðstefnunnar, sagði í samtali við fréttastofu NFS að búið væri að ráða öryggisverði auk þess sem starfsmönnum hótelsins hefði verið gert viðvart um hvers mætti vænta. Hann sagði að með ráðstefnu af þessari stærðargráðu og með þessa ráðstefnugesti og í ljósi þess sem geriðst í fyrra, þegar hópur fólks réðst inn á ráðstefnu um álframleiðslu og sletti skyri á gesti, þá væri það ábyrgðarleysi að husga ekki um þeirra öryggi. Gústaf bætti því við að fundarstjóri ráðstefnunnar, Ari Edwald, væri fyrrverandi lögreglumaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×