Innlent

Dýrara á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum

MYND/Vísir

Það er dýrara að búa á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×