Innlent

Karl og kona úrskurðuð í viku gæsluvarðhald

Karl og kona voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku í tengslum við umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði sem upp komst um í gær. Á þriðja hundrað kannabisplöntur fundust í húsnæðinu, sumar allt að tveggja metra háar, og einnig smáræði af hassi og amfetamíni.

Málið er enn á frumstigi rannsóknar en það var lögreglumaður á frívakt, sem tók eftir torkennilegri lykt frá húsinu þegar hann var þar á kvöldgöngu í fyrrakvöld. Húsleit var einnig gerð á heimili karlmannsins og fannst þar lítilræði af fíkniefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×