Innlent

Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki

MYND/Reuters

Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna. Á síðasta ári dóu tæplega tvær milljónir manna úr berklum í heiminum. Eins og kunnugt er er Gates sagður ríkasti maður heims en hann er stofnandi og eigandi Microsoft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×