Innlent

Símasamband komið á að nýju í Kópavogi

Bráðabirgðaviðgerð er lokið á rafstrengnum sem bilaði á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa náðist ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans í á aðra klukkustund. Viðgerðinni lauk um stundarfjórðungi yfir tólf og símasamband því komið á að nýju. Búist er við að endanlegri viðgerð ljúki síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×