Fleiri fréttir

Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi fann talsvert af fíkniefnum við húsleit í heimahúsi í Kópavogi og í fyrirtæki húsráðandans í Reykjavík seint í gærkvöldi. Jafnframt voru tveir handteknir, en sleppt undir morgun að yfirheyrlsum loknum. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu og heldur rannsókn áfram. Við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar manna frá öðrum lögregluembættum og Tollgæslunnar og fíkniefnahundur var með í för.

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hált á Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði og á Klettshálsi. Á Norður- Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir.

Girti niður um ungan dreng

Lögreglan í Reykjavík leitar nú að snyrtilegum sólbrúnum karlmanni , líklega um fimmtugt, sem tældi 11 ára dreng inn í port á Seltjarnarnesi og reyndi þar að girða niður um hann. Drengnum tókst að slíta sig lausan og komast undan á hlaupum. Hann telur að maðurinn hafi verið á blálaeitum station bíl. Í fyrstu uggði drengurinn ekki að sér þar sem maðurinn sagðist þekkja móður hans og afa.

Kannabisræktun í nágrenni við aðalstöðvar lögreglunnar

Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um einhverja umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa, í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Auk þess hefur töluvert af fíkniefnum fundist við húsleitir í tengslum við rannsóknina og er að minnstakosti tvennt í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar.

Reyndi að tæla ellefu ára dreng

Maður á sextugsaldri reyndi að tæla ellefu ára dreng inn í húsasund við bæjarskrifstofur Seltjarnarness rétt fyrir klukkan 18.00 í dag. Maðurinn var byrjaður að hafa sig í frammi við drenginn þegar honum tókst að komast undan. Foreldrar drengsins gerðu lögreglu viðvart og er málið í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum.

Íslandsmet í skattpíningu

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um breytingar á skattbyrði, að þrír síðustu fjármálaráðherrar Íslands ættu Íslandsmet í skattpíningu á almenningi. Þá vísaði hún í grein Stefáns Ólafssonar prófessors þess efnis að skattbyrði hefði aukist hjá heimilum með lágar og meðaltekjur eða hjá 90 prósentum heimila.

Marsvín rak á land

Tveggja metra langt marsvín rak á land við Vík í Mýrdal í morgun. Sandur og grynningar eru út af ströndinni á þessum slóðum en dýpi á einum stað og þar koma gjarnan hvalir til að leita ætis. Marsvínið lokaðist þar inni og drapst.

Íslendingar vinna meira en aðrir Norðurlandabúar

Það er dýrara að búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Það er dýrara að búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman.

Sex hundruð ábendingar á ári um barnaklám

Á síðasta ári bárust Barnaheillum hátt í sex hundruð ábendingar um barnaklám á netinu. Fjöldi mála sem borist hafa lögreglu vegna vörslu á barnaklámi hefur aukist á síðustu árum.

Ásdís Halla fær FKA-viðurkenningu

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk í dag afhenta FKA-viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt fyrir athyglisvert framlag konu til atvinnulífsins á Íslandi.

Horfa þarf til annarra meðferðarúrræða

Margir geðfatlaðir telja að tími sé kominn til að horfa til annarra meðferðarúrræða en bara lyfjameðferðar. Þeir telja of lítið tillit tekið til skoðana þeirra á geðheilbrigðisþjónustu í landinu.

Geta fullnýtt kortaheimildir á örskotsstundu

Glæpamenn sem stela krítarkortaupplýsingum úr hraðbönkum geta fullnýtt kortaheimildir á örskömmum tíma. Örgjörvi verður kominn á íslensk krítarkort innan nokkurra vikna til að hindra að hægt sé að stela upplýsingum af kortunum við hraðbankanotkun. 500 þúsund kort eru í notkun hér á landi.

Þrjú trúfélög fá vonir um lóðir

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan gæti fengið að reisa guðshús við Landakotskirkju, ásatrúarmenn gætu reist hof í Öskjuhlíðinni og múslímar mosku í Elliðaárdalnum ef hugmyndir skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ná fram að ganga.

Lífskjör á Íslandi heldur lakari en á Norðurlöndum

Efnahagsleg lífskjör á Íslandi eru sambærileg við eða heldur lakari en á Norðurlöndum, vinnutími mun lengri og opinber þjónusta dýrari. Íslendinga þurfa því að hafa þeim mun meira fyrir því að viðhalda sambærilegum kjörum og gerist á Norðurlöndum.

Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna

Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag.

Meiri lán og hærri viðskiptahalli

Íslendingar taka lán sem aldrei fyrr, viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki og launin hækka og hækka. Þetta má lesa út úr orðum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kynnti 0,25 prósentustiga vaxtahækkun í morgun. Stýrivextirnir 10,75 prósent eftir hækkunina.

Högnuðust um 80 milljarða samanlagt

Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári.

Farmur féll af flutningabíl

Nokkur hætta skapaðist þegar timburfarmur féll af flutningabíl þegar hann fór um hringtorgið við Norðlingaholt og Rauðavatn síðdegis í dag. Engin slys urðu þó á fólki.

Laun leikskólakennara að hækka?

Gert er ráð fyrir að laun leikskólakennara hækki um rúmlega tólf og hálft prósent og deildarstjóra á leikskólum um fjórtán komma þrjú prósent í tillögu sem lögð verður fyrir launanefnd sveitarfélaganna á laugardaginn. Miklar líkur eru taldar á að tillagan verði samþykkt.

Bauhaus vill verslun í Reykjavík

Stærsta byggingavöruverslun landsins verður opnuð sumarið 2007. Það er byggingavörurisinn Bauhaus sem hyggst keppa við erkifjendurna Húsasmiðjuna og Byko sem lengi vel hafa ráðið markaðinum hér á landi.

Dómarar fresta ákvörðun um málsókn

Félagar í Dómarafélagi Íslands ákváðu í dag að fresta ákvörðun um hvort þeir höfði mál á hendur stjórnvöldum vegna lagasetningar þar sem launahækkanir samkvæmt kjaradómi voru felldar úr gildi. Þess í stað verður óskað viðræðna við stjórnvöld.

Dæmdar 30 milljónir í björgunarlaun

Útgerðin Íslenskur skelfiskur verður að greiða Langanesi þrjátíu milljónir króna í björgunarlaun. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ekki þyrfti að greiða þau björgunarlaun sem deilt var um.

Þuklaði á tíu ára stúlku

Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins.

Skipbrotsmönnum bjargað undan Sporades-eyjum

Það krafðist ofurmannlegra átaka að bjarga 14 skipbrotsmönnum af 16 úr sjó eftir að flutningaskip þeirra sökk norður af ströndum Sprades-eyja sem liggja milli Grikklands og Tyrklands. Vont var í sjó á svæðinu þegar flutningaskipið rak á land og það sökk.

Hágæsluaðstaða fyrir börn til skoðunar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði í dag, í svari við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, að fjöldi bráðveikra barna hefði aukist, að þörf þeirra fyrir þjónustu færi vaxandi og að börnin sem lægju á Barnaspítala Hringsins væru veikari en áður. Sagði hann hágæsluaðstöðu fyrir börn vera til skoðunar.

Jakob hættir í bæjarmálunum

Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor.

Högnuðust um 27 milljarða króna

Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs.

Aldrei fleiri farþegar

Farþegar Icelandair hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Þeir voru rúmlega ein og hálf milljón talsins og fjölgaði um fimmtán prósent milli ára.

Gengu of hart fram gegn starfsmönnum

Fasteignamati ríkisins er ekki heimilt að fara með tölvupóst starfsmanna stofnunarinnar eins og hann sé eign stofnunarinnar. Þetta segir í áliti Persónuverndar á reglum sem Fasteignamat ríkisins setti um tölvupóst- og netnotkun starfsmanna.

Frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ

Börn í Reykjanesbæ munu framvegis fá frítt í sund samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem tók gildi um síðustu áramót. Börn í Reykjanesbæ hafa tekið þessum breytingum vel en í fyrstu viku janúarmánaðar höfðu tæplega þrefalt fleiri börn komið í sund en á sama tíma árið á undan. Er þetta liður í stefnu bæjaryfirvalda að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir svo frá.

L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp

L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans.

Börnin á Sólhlíð halda upp á Ljósahátíð

Börnin á leikskólanum Sólhlíð í Engihlíð héldu sína árlegu Ljósahátíð í morgun. Krakkarnir voru að vonum spenntir enda ekki á hverjum degi sem þau mæta með vasaljós í leikskólann.

Neitar að hafa ætlað að nota búnaðinn

Búlgarinn, sem handtekinn var fyrir að flytja til landsins búnað til að afrita greiðslukort og misnota reikninga, gengur laus þar sem búnaðurinn er ekki ólöglegur fyrr en hann er notaður ólöglega og maðurinn neitar að hafa ætlað að gera það.

Skýrsla um gengismál

Ný skýrsla um íslensku krónuna segir að fleiri gallar en kostir fylgi því að taka upp Evruna á Íslandi. Skýrslan var kynnt á ráðstefnu sem haldin var á Nordica Hótel í morgun sem bar yfirskriftina "horft til framtíðar".

KB-banki skilar methagnaði

Hagnaður KB banka á síðasta ári eftir skatta, nam tæpum fimmtíu milljörðum króna og jókst um rúm hundrað áttatíu og tvö prósent á milli ára.

Stýrivextir hækka í 10,75 prósent

Seðlabanki Íslands mun hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig frá og með 1. janúar. Stýrivextir verða því 10,75 prósent.

Gamla Austurbæjarbíó gert upp

Gamla Austurbæjarbíóið gengur nú í endurnýjun lífdaga. Verið er að gera húsið upp og við þá vinnu hefur ýmislegt komið í ljós. Til stendur að nýta húsið til ýmissa menningar- og listaviðburða.

Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið

Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum.

Nýtt móðurfélag VÍS

Stjórn Vátryggingafélag Íslands hefur samþykkt nýtt stjórnskipulag fyrir félagið í samræmi við stóraukin umsvif þess og framtíðaráherslur. VÍS eignarhaldsfélag er heiti á nýju móðurfélagi sem Finnur Ingólfsson mun veita forstöðu. Undir hið nýja félag heyra sjö sjálfstæð dótturfélög á sviði trygginga-, öryggis- og fjármálaþjónustu.

Hæstiréttur staðfestir farbannsúrskurð héraðsdóms

Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð Héraðsdóms yfir manni, sem er grunaður um að hafa smyglað fjórum kílóum af hassi og einu kílóii af anfetamíni með Norrænu hingað til lands fyrr í mánuðinum. Hann var handtekinn tveimur dögum eftir komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem er runnið út, en sætir nú farbanni.

Vinnuslys í Sandgerði

Starfsmaður í fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði, sem var einn við vinnu í gærkvöldi, slasaðist alvarlega á fæti, en gat af eigin rammleik leitað aðstoðar. Honum skrikaði fótur og og lenti ofan í snigli, með þeim afleiðingum að hann missti nokkrar tær áður en hann náði að rífa sig lausan úr sniglinum og leita hjálplar í næsta fyrirtæki.

Loðnunnar leitað

Dauðaleit er að hefjast að loðnu við landið þar sem leit hafrannsóknaskips og nokkurra loðnuskipa um hríð, hefur ekki borið meiri árangur en svo, að ekki er enn hægt að gefa út kvóta, eða veiðiheimildir fyrir vertíðina. Vertíðin er oft komin í fullan gang um þetta leiti.

Tæki til kortalesturs gerð upptæk á Seyðisfirði

Tollgæslan á Seyðisfirði fann fjögur sér smíðuð tæki til að setja framan á hraðbanka til að geta lesið kortanúmer og misnotað síðan viðkomandi reikninga. Tækin fundust þegar tollverðir gerðu leit á manni með búlgarskt vegabréf, eftir að hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir