Innlent

Farmur féll af flutningabíl

Nokkur hætta skapaðist þegar timburfarmur féll af flutningabíl þegar hann fór um hringtorgið við Norðlingaholt og Rauðavatn síðdegis í dag. Engin slys urðu þó á fólki.

Talið er að farmurinn hafi fallið af bílnum vegna þess að hann var illa festur. Unnið var að því að hreinsa farminn upp í nokkrar klukkustundir í dag en því starfi er þó ekki enn lokið. Því verður haldið áfram í fyrramálið. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem farmur fellur af flutningabifreið í efri hverfum Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×