Innlent

Kannabisræktun í nágrenni við aðalstöðvar lögreglunnar

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/Páll

Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um einhverja umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa, í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Auk þess hefur töluvert af fíkniefnum fundist við húsleitir í tengslum við rannsóknina og er að minnstakosti tvennt í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar. Lögregla gefur ekki nánari upplýsingar um umfang kannabisræktunarinnar, enda er ekki lokið við að fjarlægja allar plönturnar úr húsinu og vega þær og meta. Þær munu hafa verið vel stálpaðar og farnar að gefa af sér afurðir til neyslu. Það var lögreglumaður á frívakt, sem tók eftir torkennilegri lykt frá húsinu þegar hann var þar á kvöldgöngu í fyrrakvöld og við nánari athugun í gær kom þetta í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×