Innlent

Tæki til kortalesturs gerð upptæk á Seyðisfirði

Tollgæslan á Seyðisfirði fann fjögur sér smíðuð tæki til að setja framan á hraðbanka til að geta lesið kortanúmer og misnotað síðan viðkomandi reikninga. Tækin fundust þegar tollverðir gerðu leit á manni með búlgarskt vegabréf, eftir að hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn. Lögreglan telur víst að hann eigi vitorðsmann hér á landi, en sjálfur hefur hann neitað allri sök og hefur verið sleppt. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem reynt er að svíkja út fé hér á landi með þessum hætti, en viðlíka aðferðir eru þekktar víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×