Innlent

Íslendingar vinna meira en aðrir Norðurlandabúar

MYND/stefan_karlsson

Það er dýrara að búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Það er dýrara að búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman.

Þegar litið er til heildarlauna Íslendinga í samanburði við heildarlaun íbúa á Norðurlöndum þá standa Íslendingar jafnfætis þeim. Staðan breytist hins vegar þegar tekið er tillit til verðlags og vinnutíma því þá kemur í ljós að Íslendingar vinna mun lengur en aðrir Norðurlandabúar og verðlag hérlendis er ívið hærra. Ráðstöfunartekjur Íslendinga eru að jafnaði svipaðar og annarra íbúa Norðurlandabúa. Þegar litið er á einstaka hópa kemur í ljós að einhleypir Íslendingar hafa að hærri ráðstöfunartekjur en einhleypir Norðurlandabúar. Að sama skapi hafa íslenskar og sænskar barnafjölskyldur minna á milli handanna en danskar og norskar barnafjölskyldur. Þá borga íslenskar barnafjölskyldur meira fyrir heilbrigðisþjónustu, lyf, menntun og tómstundir barna sinna. Í skýrslunni kemur einni fram að Íslenskar konur eru komnar styttra á veg með að brúa bilið á milli tekna kvenna og karla og þær eru einnig með lægri laun en kynsystur þeirra á Norðurlöndum. Eins er hlutfall bóta á Íslandi oftast sambærilegt við hin löndin en þegar bornar eru saman barnabætur á íbúa þá eru þær ekki nema rétt um hálfdrættingur á við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×