Innlent

Frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ

Börn í Reykjanesbæ munu framvegis fá frítt í sund samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem tók gildi um síðustu áramót. Börn í Reykjanesbæ hafa tekið þessum breytingum vel en í fyrstu viku janúarmánaðar höfðu tæplega þrefalt fleiri börn komið í sund en á sama tíma árið á undan. Er þetta liður í stefnu bæjaryfirvalda að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×