Innlent

Meiri lán og hærri viðskiptahalli

Frá kynningarfundi Seðlabankans.
Frá kynningarfundi Seðlabankans. MYND/Stefán

Íslendingar taka lán sem aldrei fyrr, viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki og launin hækka og hækka. Þetta má lesa út úr orðum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kynnti 0,25 prósentustiga vaxtahækkun í morgun. Stýrivextirnir 10,75 prósent eftir hækkunina.

Seðlabankinn óttast áframhaldandi þenslu, sérstaklega á húsnæðismarkaði, með tilheyrandi verðbólgu. Óljós staða Íbúðalánasjóðs er ótæk segir Davíð, og boðar áframhaldandi stýrivaxtahækkanir seinna á árinu.

Ákvörðun Seðlabankans kom ekki á óvart, greiningadeildir bankanna höfðu allr spáð stýrivaxtahækkun á þessu róli, og allar spá þær áframhaldandi hækkun, eins og Davíð boðaði reyndar í dag, þannig að um mitt ár verði stýrivextirnir hálft tólfta prósent.

Seðlabankastjóri fór yfir rökstuðning bankans á fundi með fréttamönnum í morgun. - og sagði þróun verðlagsmála óviðunandi.

"Þjóðhagsreikningar fyrir þriðja ársfjórðung 2005 og vísbendingar um vöxt eftirspurnar á síðasta fjórðungi ársins sýna sem fyrr afar hraðan vöxt eftirspurnar og meiri en samrýmst getur jafnvægi í þjóðarbúskapnum," sagði Davíð Oddsson.

Launaskrið er hér of mikið sagði Davíð, og mun halda áfram, raungengiið er í sögulegu hámarki, sem og viðskiptahallinn, og ekki hefur enn dregið úr spennu á húsnæðismarkaði og skoða þarf hlut Íbúðalánasjóðs í hagstjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×