Innlent

Geðsjúkir vilja önnur meðferðarúrræði en lyfjameðferðir

Geðsjúkir og fjölskyldur þeirra segja lítið tillit tekið til skoðanna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Geðsjúkir telja kominn tíma á að horfa til annarra meðferðarúrræða en lyfjameðferðar.

Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn á þjónustuþörfum geðsjúkra og reynslu þeirra á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Raði kross Íslands og Geðhjálp stóðu að rannsókninni en Dr. Páll Biering, Guðbjörg Daníelsdóttir og Arndís Ósk Jónsdóttir unnu rannsóknina.

Arndís Ósk segir helstu niðurstöður rannsóknarinnar vera þær að geðsjúkir og fjölskyldur þeirra segi lítið tillit tekið til skoðanna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. Þá sé þörf á að efla stuðning og meðferð fyrir einstaklinga.

Arndís segir að niðurstöður bendi einnig til að geðsjúkir telja lyfjamerðferð fullnýtt og vilja önnur meðferðarúrræði. Sjálfshjálparhópar séu víða hér á landi og þeir hafi reynst mörgum ganglegir svo skoða ætti hvort ekki sé hægt að fjölga þeim. Hún segir að þó lyfjameðferð geti vissulega reynst mörgum einstaklingum gagnleg þá eigi það ekki við alla og því sé nauðsynlegt að skoða önnur meðferðarúrræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×