Innlent

Skipbrotsmönnum bjargað undan Sporades-eyjum

Það krafðist ofurmannlegra átaka að bjarga 14 skipbrotsmönnum af 16 úr sjó eftir að flugtningaskip þeirra sökk norður af stöndum Sporades-eyja sem liggja milli Grikklands og Tyrklands.

Vont var í sjó á svæðinu þegar flutningaskipið rak á land. Það sökk skömmu síðar. Björgunarmenn leita nú skipbrotsmannanna tveggja sem enn er saknað en óvíst er hvort þeir hafi náð að koma sér frá borði.

Skipstjóri freigátunnar sem aðstoðaði við björgunaraðgerðir segir vel hafa gengið miðað við aðstæður en ölduhæð hafi náð allt að 10 metrum. Nokkrir skipbrotsmenn voru örmagna og gátu sig hvergi hreyft. Því þurfti að draga þá um borð í björgunarbátinn. Báturinn sem þeim var bjargað úr sökk nokkru eftir að þeir komust um borð í freigátuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×