Innlent

Bauhaus vill verslun í Reykjavík

Stærsta byggingavöruverslun landsins verður opnuð sumarið 2007. Það er byggingavörurisinn Bauhaus sem hyggst keppa við erkifjendurna Húsasmiðjuna og Byko sem lengi vel hafa ráðið markaðinum hér á landi.

Þýska fyrirtækið Bauhaus hyggst reisa tuttugu þúsund fermetra verslun á landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Erindið hefur verið kynnt borginni og má vænta afgreiðslu þess á næstu vikum.

Bauhausrekur nú um 190 verslanir í 11 Evrópulöndum en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Þýskalandi. Og Bauhaus lofar harðri samkeppni og að bjóða ávallt besta verðið.

Mads Jörgensen, forstjóri Bauhaus í Danmörku, segir fákeppni hafa ríkt í byggingavörugeiranum og það muni hafa jákvæð áhrif fyrir neytendur að fá aukna samkeppni í þessum geira. Hann segir að framkvæmdir hefjist strax og leyfi fæst til að byrja að byggja og verði verslunin opnuð í síðasta lagi í lok sumars árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×