Fleiri fréttir

Harma að Arnþóri hafi verið sagt upp

Stjórn Blindrafélagsins harmar þau málalok hjá Öryrkjabandalagi Íslands að Arnþóri Helgasyni, félagsmanni Blindrafélagsins, skuli hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri bandalagsins.

Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið

Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið.

Mikill áhugi fanga að dvelja í Hegningarhúsinu

Það skortir síður en svo áhuga hjá föngum að dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í umræðum um undirbúning nýrrar fangelsisbyggingar á Alþingi á fjórða tímanum. Einnig kom fram í máli ráðherrans að hann gerði ráð fyrir að undanþágan sem Hegningarhúsið hefur verið á verði framlengd, en hún rennur út innan skamms.

Þakkar öllum sem komu að björgun sinni

Það myndi gleðja mig mikið að sjá virkjunaráform í Þjórsárverum hverfa alveg út af borðinu sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, á fréttamannafundi nú fyrir stundu. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða um pólitík en sagði sér liði vel miðað við aðstæður.

Stálheppinn að hafa sloppið svo vel

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir að sér líði vel miðað við aðstæður. Það sé stjanað við hann á spítalanum. Hann segist stálheppinn að hafa sloppið svo vel sem raun ber vitni. Þetta sagði hann á fréttamannafundi sem nú er í beinni á NFS.

Hafdís Gísladóttir ráðin framkvæmdastjóri ÖBÍ

Hafdís Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands og tekur hún til starfa þann fyrsta febrúar. Frá ráðningu hennar var formlega gengið á fundi framkvæmdastjórnar ÖBÍ í gær en NFS greindi frá fyrirhugaðri ráðningu hennar fyrir rúmri viku.

Almenningur illa upplýstur um virkni loftpúða

Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að almenningur sé illa upplýstur um virkni loftpúða í bifreiðum. Vegna slyssins þar sem Steingrímur J. Sigfússon ók útaf í fyrrakvöld, kom fram að loftbúðar bifreiðarinnar, sem er jeppabifreið, hafi ekki virkað sem skildi.

Íslenskir fjárfestar kaupa tíunda stærsta banka Lettlands

Íslenskir fjárfestar, þar á meðal félag í eigu forstjóra Norvíkur, hafa fest kaup á ráðandi hlut í tíunda stærsta banka Lettlands, Lateko-banka. Eignir hans nema 30 milljörðum króna og hjá honum starfa 550 manns. Bankinn rekur skrifstofur í Lundúnum og Moskvu.

Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld

Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein.

Staðarhaldari á Hótel Valhöll á fund forsætisráðherra

Kristbjörg Kristinsdóttir, staðarhaldari á Hótel Valhöll á Þingvöllum, gekk á fund forsætisráðherra fyrir hádegi vegna þeirra hugmynda um að Hótel Valhöll skuli verða rifið að hluta eða öllu leyti. Áform eru uppi um að halda samkeppni um hönnun nýs húss ef ákvörðun um niðurrif verður tekin.

Steingrímur J. Sigfússon boðar til blaðamannafundar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur boðað til blaðamannafundar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi klukkan 15 í dag. NFS mun senda beint út frá fundinum.

Engin þörf fyrir Norðlingaölduveitu

Engin þörf er fyrir Norðlingaölduveitu til að fullnægja raforkuþörf stækkaðs álvers í Straumsvík. Þrjár til fjórar nýjar virkjanir í Þjórsá, sem þegar hafa fengið umhverfismat, gætu fullnægt orkuþörf fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík.

Dómarafélagið gæti farið í mál við ríkið

Dómarafélagið tekur ákvörðun um það hvort farið verði í mál við ríkið vegna laga á Kjaradóm, eftir að Alþingi hefur afgreitt málið frá sér. Dómarar líta það alvarlegum augum ef framkvæmdavaldið, og eftir atvikum löggjafarvaldið, fari að hlutast til um laun sem óháðir aðilar hafa ákveðið.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Vilhjálm Egilsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Vilhjálmur er ráðinn í stað Ara Edwald sem senn tekur við stöðu forstjóra 365 miðla.

Grýlukerti hættuleg

Grýlukerti eru algeng sjón um þessar mundir enda kalt í verði og aðstæður kjörnar til myndunar þeirra. Grýlukerti myndast á húsum sem eru illa einöngruð og oftast við sperrur og þök. Þau myndast þegar nægjanlega hlýtt loft streymir út og bræðir snjó í dropa sem svo falla.

Snjóflóð féllu í Óshlíð

Ófært er um Óshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóða eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður, ófært og stórhríð á fjallvegum, þungfært og stórhríð með ströndinni.

Blint í éljum á Reykjanesbrautinni

Mjög blint er í éljum á Reykjanesbrautinni og hafa ökumenn lent í vandræðum nú undir morgun. Einn bíll fór út af á sjöunda tímanum og björgunarsveit var kölluð út til að hjálpa fólki í bíl, sem lenti útaf á Sandgerðisvegi. Þá hefur fólk lenti í vandræðum vegna ófærðar við Grindavík. Þá gátu snjóruðningsmenn ekkert aðhafst á norðaustanveðrinu í gærkvöldi vegna óveðurs og er þar víða ófært

Varað við fuglaflensufaraldri í heiminum

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hafa varað þjóðir heims við því að hugsanlegur fuglaflensufaraldur geti dregið milljónir til dauða og telja að þörf sé á 90 milljörðum dollara á næstu þremur árum til þess að takast á við flensuna í fátækari ríkjum heims.

Hagnaður eykst um 135%

Hagnaður 16 helstu félaganna í Kauphöll Íslands, fyrir utan KB banka, eykst um 135% á milli áranna 2004 og 2005 að mati Greiningadeildar KB banka. Í spá bankans er gert ráð fyrir mun minni aukningu á árinu 2006.

Tómas Zoega segir hugsanlega upp á Landspítalanum

Tómas Zoega geðlæknir mun hugsanlega segja upp störfum hjá Landspítalanum ef Hæstiréttur staðfestir ekki dóm héraðsdóms í máli hans gegn spítalanum. Hann segir yfirstjórn spítalans hafa farið offari í málinu.

Styrktartónleikar skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum

Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum. Tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ 29. desember síðastliðinn. Auk þess voru lagðar tvöhundruð og áttatíu þúsund inn á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana.

Eru nagladekk óþörf?

Sérfræðingar Framkvæmda- og Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vilja leggja gjald á notkun nagladekkja.

Stormviðvörun á Norðausturlandi fram á kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir norðaustanvert landið fram á kvöld með 18-25 m/s, snjókomu og skafrenning. Seinna í kvöld á svo að lægja og rofa til.

Vörubifreið valt

Vörubifreið valt á veginum að Bláa lóninu um klukkan 17. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum slasaðist minniháttar.

Steingrímur af gjörgæsludeild

Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fyrir stundu er verið að flytja Steingrím J. Sigfússon yfir á brjóstholskurðdeild Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er ágæt en óvíst er hversu lengi hann þarf að dvelja á spítalanum. Að sögn læknis verður það að minnsta kosti nokkrir dagar.

Þrír skjálftar á Reykjaneshrygg

Jarðskjálfti að stærð 4.5 varð sl. nótt kl. 01:57 með upptök á Reykjaneshrygg eða um 90 km suðvestur af Reykjanesi.

Gengi bréfa í deCode hækkuðu

Gengi bréfa deCode hækkuðu talsvert á NASDAQ-markaðinum í Bandaríkjunum í dag. Hækkunina má rekja til yfirlýsingar fyrirtækisins um að tekist hafi að einangra erfðabreytileika sem eykur hættu á sykursýki.

Kanna hvort sjónvarpsstöðvar hafi brotið lög

Lýðheilsustöð, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa bréflega farið fram á það við útvarpsréttarnefnd að hún kanni formlega hvort íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi brotið gegn tilgreindum ákvæðum útvarps- og áfengislaga með því að heimila birtingu bjórauglýsinga, kostun tiltekinna dagskrárliða af hálfu bjórframleiðenda og að áfengi og tengd vörumerki séu áberandi í ákveðnum dagskrárliðum. Í erindi sem sent var útvarpsréttarnefnd 10. janúar sl. eru nefnd dæmi sem varða Ríkisútvarpið, Sirkus, SkjáEinn og Stöð 2.

Steingrími óskað skjóts bata af þingheimi

Sólveg Pétursdóttir, forseti Alþingis, sendi Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskir um skjótan bata, við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Ritstýrir ekki fjölmiðlum

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir ritstjórn fjölmiðla í eigu fyrirtækja hans ekki á sinni könnu. Hann komi einungis að rekstri fjölmiðla út frá arðsemissjónarmiðum. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Ritstjórar DV fóru af brautinni

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um 365 fjölmiðla.

Forval hjá VG á Akureyri 28. janúar

Forval hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 28. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn að kosið verði um sex efstu sætin á framboðslista VG á Akureyri fyrir kosningarnar.

Borgarstjórn leggst gegn Norðlingaölduveitu

Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur lýstu þeim vilja sínu á fundi borgastjórnar sem nú stendur yfir að hætt verði við öll virkjunaráform á Þjórsársvæðinu og þar með áformum um Norðlingaölduveitu. Ólafur F. Magnússon borgarstjórnarfulltrúi F-listans lagði fram tillögu þessa efnis í borgarstjórn.

Fjórtán þúsund lóðum úthlutað

Stærstu sveitarfélög landsins úthlutuðu lóðum undir nær fjórtán þúsund íbúðir síðustu sex árin. Þar af var rúmlega helmingi lóðanna úthlutað síðustu tvö árin. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns.

Bjóða fram saman undir nafninu Í-listinn

Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndir og óháðir hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista til bæjarstjórnar Ísafjarðar í vor undir nafninu Í-listinn Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Prófkjör vegna framboðsins verður haldið laugardaginn 25. febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir