Fleiri fréttir

Alcan gerir ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu

Álfyrirtækið Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, gerilr ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu þótt álverið í Staumsvík verði stækkað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðhera gerir ekki ráð fyrir að virkjað verði þar á næstu árum.

Kallaði sjálfur eftir aðstoð

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, slasaðist alvarlega í bílveltu á ellefta tímanum í gærkvöldi og liggur á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann er ekki í lífshættu.

Norðmenn segja Rússa stela úr Barentshafi

Norðmenn staðhæfa að fiski sé stolið í Barentshafi fyrir um tíu milljarða íslenskra króna á ári hverju. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarspins. Þar segir einnig að rússneskir bátar veiði um eina milljón kílóa af þorski í Barentshafi fram hjá kvóta.

Búið að opna Siglufjarðarveg

Búið er að opna Siglufjarðarveg og veginnn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en stórhríð og hálka er á Víkurskarði, óveður og ófært um Tjörnes til Vopnafjarðar um Melrakkasléttu og ófært er á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er ófært og óveður um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði, stórhríð og ófært er á Oddsskarði, ófært um Breiðdalsheiði og Öxi, hálka og snjóþekja á öðrum leiðum.

Búið skipa fulltrúa í matarverðsnefnd

Forsætisráðherra hefur skipað fulltrúa í nefnd sem fjalla á um helsty orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 80 ára í dag

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar í dag 80 ára afmæli sínu. Fram kemur á heimasíðu BSRB að stjórn og fulltrúaráð félagsins hafi ákveðið að minnast þessara merku tímamóta með ýmsum hætti. Viðamesta framtak félagsins í tilefni afmælisins verði að styðja við bakið á starfsemi í þágu barna og ungs fólks með fjárframlögum.

Íranar aflétta banni af CNN

Írönsk stjórnvöld hafa dregið til baka bann um að fréttamenn CNN starfi í landinu. Banninu var komið á í gær vegna þess að fréttastöðin þýddi rangt orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði Írana hafa rétt til þess að nýta sér kjarnorkutækni. CNN þýddi orð hans hins vegar svo að Íranar hefðu rétt á að nota kjarnorkuvopn.

Mikil ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum

Það stefnir í mikla ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum næsta sumar hjá hinu nýstofnaða fyrirrtæki Fjord Fishing. Eftir því sem greint er frá á vef Bæjarins besta á Ísafirði hafa um 700 manns bókað sig í sjóstangveiðiferðir á vegum fyrirtækisins frá Súðavík og Tálknafirði og eru maí, júní og ágúst nú þegar uppbókaðir.

Símasamband aftur komið á við Landhelgisgæsluna

Símasamband er aftur komið á við Landhelgisgæsluna eftir að það var símasambandslaust seinni part dags í gær. Ástæða þessa var sú að símastrengur inn á aðalskrifstofur á Seljavegi 32 slitnaði við vegaframkvæmdir í Holtsgötu. Strax var hafist handa við viðgerð og tókst að koma á símasambandi kl. 5 í morgun.

Alþingi kemur aftur saman

Alþingi kemur saman til fundar í dag eftir 38 daga fundahlé í kringum jól og áramót. Fyrsta málið sem verður tekið fyrir á þingfundi sem hefst klukkan hálftvö verður frumvarp um að draga til baka launahækkanir Kjaradóms og ákvarða mönnum þess í stað tveggja og hálfs prósents launahækkun frá og með næstu mánaðamótum.

Á vélsleðum á götum Grindavíkur

Lögreglunni í Keflavík bárust í gærkvöldi kvartanir um það að vélsleðaeigendur í Grindavík væru að þeysa þar um götur og stíga, sem er bannað. Þegar til kom reyndust sleðaför vera víða um bæinn og fimmtán ára unglingur reyndist vera í hópi sleðamanna, réttindalaus og á óskráðum sleða.

Steingrímur slasaðist töluvert í veltu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, liggur slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann er ekki í lífshættu en töluvert slasaður eftir að bíll sem hann ók valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver í gærkvöldi.

Flutningaskip til móts við dráttarbát

Flutningaskipið, sem hefur verið á reki norðaustur af landinu síðan í fyrradag, siglir nú löturhægt til móts við dráttarbát, sem er á leið frá Noregi til að sækja skipið, en það var á leið til Grundartanga þegar aðalvélin bilaði.

Tuttugu gefa kost á sér

Tuttugu manns gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjörið verður ellefta febrúar.

Stórhríð á Norður- og Norðausturlandi

Stórhríð geysar víða á Norður- og Norðausturlandi og ýmist er ekkert ferðaveður eða þá orðið ófært vegna snjóa. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær, sömuleiðis á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, stórhríð í Víkurskarði og sömuleiðis á Tjörnesi og ófært til Vopnafjarðar og um Melrakkasléttu. Þá er óveður á Mörðudalsöræfum og ófært um Breiðdalsheiði og Öxi.

Maður sóttur eftir veltu í Bólstaðarhlíðarbrekku

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver seint í gærkvöldi og valt nokkarar veltur. Björgunarmenn þurftu að klippa flakið utan af manninum og var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún braust norður í éljagangi og afar slæmu skygni og gat loks lent á Blönduósi, þangað sem maðurinn var fluttur.

Snýst um starfsmat borgarinnar á stéttafélögum

Kjarasamningar tveggja aðildafélaga Bandalags háskólamanna voru felldir í atkvæðagreiðslu í síðustu viku, Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Útgarðs. Samkvæmt heimildum NFS snýst málið um starfsmat sem Reykjavíkurborg hefur gert á nokkrum stéttafélögum og telja félagsmenn KVH og Útgarðs að þeir fái meira út út úr því að vera með starfsmat inni í sínum samningum heldur en ekki.

Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir snjómokstur og saltdreifingu til fyrirmyndar

Öryggismál vagnstjóra Strætó verið til umræðu eftir að vagnstjóri lést í umferðarslysi síðast liðinn föstudag. Tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á undanförnum 6 mánuðum þar sem strætisvagn og vörubifreið eiga í hlut og vekur það upp spurningar hvort öryggi vagnstjóra sé bágborið.

Öryrkjabandalagið krefst svara um velferðakerfi framtíðarinnar

Öryrkjabandalagið ætlar, ásamt fleirum, að krefja stjórnmálaflokkana um skýr svör fyrir sveitarstjórnar- og Alþingiskosningar um hvernig velferðarkerfið verði byggt upp á Íslandi. Formaður bandalagsins, Sigursteinn Másson, segir að breiðfylking verði mynduð og því fylgt eftir að staðið verði við gefin loforð.

Mikill munur á launum starfsmanna borgarinnar og bæjarfélaga

Munur á launum starfsmanna Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga getur verið mjög mikill og numið tugum þúsunda. Verkalýðs- og sjómannafélag Akraness hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld til þess að leiðrétta muninn.

Vinnufriður til að smíða fjölmiðlalög

Vinnufriður ætti að vera kominn á til að smíða fjölmiðlalög. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna ákváðu í morgun að fallast á málamiðlunartillögu menntamálaráðherra um hvernig staðið skuli að smíði nýs frumvarps.

Stórefla þarf vöxt og viðgang hátæknifyrirækja

Stórefla þarf vöxt og viðgang íslenskra hátæknifyrirækja, ef það er yfir höfuð vilji stjórnvalda að þau starfi áfram hér á landi. Þetta kom fram á 400 manna fundi stjórnmálamanna, háskólanema og starfsfólks hátæknifyrirtækja sem haldinn var í Reykjavík í dag.

Húðflúrsstofa með tengsl við Vítisengla opnar á Íslandi

„House of pain", eða Hús sársaukans, er þekkt nafn á húðflúrstofum víða á Norðurlöndunum en þær eru reknar af hinum alræmdu vélhjólasamtökum Vítisenglunum, eða „Hell's Angels". Nú hefur verið opnuð enn ein stofan í þessari keðju og hún er hér á Íslandi.

Skipið rekur enn stjórnlaust austur af Langanesi

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip rekur enn stjórnlaust um tvö hundruð sjómílur austur af Langanesi en aðalvél skipsins bilaði í gær. Skipið, Wilson Tyne, er skráð á Möltu en gert út frá Noregi og var á leið til Grundartanga.

Gallar í virðisaukaskattskerfinu

Gallar eru í virðisaukaskattskerfinu hér á landi sem gerir að verkum að ríki og ríkisstofnanir hafa tilhneigingu til að byggja upp eigin starfsemi á sumum sviðum, t.a.m. sviði upplýsingatækni. Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Símar Landhelgisgæslunnar flestir sambandslausir

Símar Landhelgisgæslunnar eru flestir sambandslausir þessa stundina eftir að símastrengur í Holtsgötu slitnaði en þar standa nú yfir vegaframkvæmdir. Viðgerð stendur yfir og er vonast til að hún gangi fljótt fyrir sig. Hægt er að ná í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í símum: 511 3333, 569 4164 og 897 6383.

Halldór átti fund með eigendum DV

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti fund með eigendum DV fyrir einhverju síðan þar sem hann tjáði þeim að ef hann væri eigandi að svona blaði þá myndi hann ekki sofa vært á næturnar, og vísaði þar í fréttaflutning blaðsins og framsetningu frétta.

Munur á launum eftir sveitarfélögum

Nokkur munur er á launum starfsmanna Reykjavíkurborgar og starfsmanna Akranesbæjar fyrir sambærileg störf. Starfsmenn sem vinna til dæmis við ræstingu hjá Reykjavíkurborg fá rúmlega 9% hærri laun en starfsmenn sem starfa við ræstingu á Akranesi.

Markmið Alþingis hafa ekki gengið eftir

Upphaflegar væntingar og markmið Alþingis með aðild Íslands að "Samningnum um líffræðilega fjölbreytni" hafa ekki gengið eftir. Þetta fullyrðir Ríkisendurskoðun í tilkynningu sem send var fjölmiðlum síðdegis.

Málþing á Kjarvalsstöðum

Málþing um list Kjarvals, stöðu hans og áhrif verður haldið á Kjarvalsstöðum næstkomandi laugardag og er það tvískipt. Fyrri hlutinn fjallar um áhrif Kjarvals á samtíma sinn en seinni hlutinn um rannsóknir sem Kristín Guðnadóttir hefur gert á ferli listamannsins.

Samstarf í stað nefndar

Ekkert verður af því að menntamálaráðherra skipi nýja nefnd til að semja lagafrumvarp um fjölmiðla. Stjórnarandstaðan neitaði að tilnefna fulltrúa í nefndina en samþykkti að tilnefna fulltrúa sem vinna með lögfræðingum sem menntamálaráðherra hefur fengið til að semja frumvarpið.

Atvinnuleysi jókst lítillega

Atvinnuleysi mældist 1,5 prósent í desember og var lítið eitt meira en í mánuðinum á undan. Atvinnuleysi var þó talsvert minna en í desember fyrir einu ári þegar það mældist 2,7 prósent.

Vill leggja áformum um Norðlingjaölduveitu

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðamaður forsætisráðherra, vill leggja áformum um Norðlingjaölduveitu til hliðar að því er fram kemur í pistli hans á heimasíðu hans. Ástæður þessa sinnaskipta segir Björn Ingi vera að forsendur málsins hafi breyst og að um framkvæmdirnar sé ekki sátt meðal heimamanna.

Efnistaka úr Ingólfsfjalli

Ásýnd Ingólfsfjalls mun breytast töluvert ef áform Fossvéla ehf. um efnistöku úr fjallinu verða að veruleika. Samkvæmt frummatsskýrslu Fossvéla mun fjallsbrún Ingólfsfjalls breytast á kafla við efnistökuna, færast innar og lækka um áttatíu metra og neikvæð, sjónræn áhrif verða mikil og óafturkræf. Eins munu rásir þar sem efni verður ýtt niður ofan af fjallinu skilja eftir sig mikil ummerki sem sjást frá þjóðvegi og nærliggjandi þéttbýlum.

Skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins

Guðni Ágússon hefur skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins. Stjórnina skipa: Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, formaður; Ríkharð Brynjólfsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, varaformaður; og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Eiríkur Hilmarsson, staðgengill hagstofustjóra og skrifstofustjóri Hagstofu Íslands; Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknamála og deildarstjóri auðlindadeildar Landbúnaðar-háskóla Íslands; og Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.

20 prósenta hækkun frá áramótum

Hlutabréf í Íslandsbanka og FL Group hafa hækkað um tuttugu prósent á þeim sextán dögum sem eru liðnir frá áramótum. Verðmæti Íslandsbanka eins og sér fer nú nærri að vera sama og áætluð útgjöld ríkissjóðs í ár samkvæmt fjárlögum.

Álverð aldrei hærra

Landsvirkjun hagnast verulega um þessar mundir á því að álverð á heimsmarkaði hækkar ört, en raforkuverð til álveranna hækkar ef álverð hækkar á heimsmarkaði.

Tvö innbrot í bíla

Rólegt hefur verið hjá lögreglunni í Reykjavík í morgun og svo virðist sem fólk sé farið að venjast færðinni og fari varlegar en ella. Aðeins hefur verið tilkynnt um eitt umferðaróhapp og tvö innbrot í bíla í morgun.

Stjórnlaust skip

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, sem var á leið frá Norður-Noregi til Grundartanga, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði þar í gær.

Ráða ráðum sínum gegn Norðlingaölduveitu

Stjórnarandstæðingar komu saman til fundar á tólfta tímanum til að ræða sameiginlegan málflutning gegn því að ráðist yrði í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu.

ENA stofnar þjónustunet

Stofnað hefur verið þjónustunet sem leysa á úr ágreininingsefnum milli kaupanda og seljenda yfir landamæri innan Evrópu. Markmið þjónustunetsins er að auka traust neytenda á Evrópu sem einu markaðssvæði. Til að kynna starfsemi sína hefur ENA, Evrópska neytendaaðstoðin, útbúið bæklins sem nálgast má á heimasíðu þeirra.

Vonar að tillagan verði samþykkt

Ólafur F. Magnússon ber upp tillögu um verndun Þjórsárvera í borgarstjórn á morgun og binda F-lista menn miklar vonir við að hún verði samþykkt en það yrði þá í fyrsta skipti sem borgarstjórn leggst gegn áformum ríkisvaldsins og Landsvirkjunar í virkjanamálum.

Sjá næstu 50 fréttir