Fleiri fréttir Fékk ekki bætur fyrir drátt á kransæðaaðgerð Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af hátt í tíu milljóna króna kröfu manns um bætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna dráttar sem varð á því að hann fengi viðhlítandi meðferð við kransæðasjúkdómi. 2.12.2005 08:00 Þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors, um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og blaut tuska framan í öryrkja. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í grein á heimasíðu sinni. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skattbyrði öryrkja hér á landi hefur stóraukist frá árinu 1995. 2.12.2005 07:44 Drengur missti meðvitund í sundkennslu Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í gærmorgun . Drengurinn var að leik í lauginni og lét sig fljóta með andlitið í kafi þegar atvikið varð. 2.12.2005 07:33 Símakaup fyrir 160 milljarða Fjárfestingar Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í evrópskum símafélögum nema að minnsta kosti 160 milljörðum króna. Stærst þessara fjárfestinga er í BTC í Búlgaríu en Björgólfur á um 75 prósent hlutabréfa í félaginu. Verðmæti BTC hefur fimmfaldast frá því að fyrirtækið var einkavætt árið 2004 en markaðsvirði félagsins er um 150 milljarðar króna. 2.12.2005 07:30 Talsvert smygl fannst um borð í Dettofossi Tollverðir fundu talsvert smygl um borð í Dettifossi í Grundartangahöfn í fyrrinótt, eftir að lögregla stöðvaði pallbíl, lestaðan smygli, á leið frá skipinu. 2.12.2005 07:16 Rafmagns-stuðbyssa fannst við húsleit í Keflavík Rafmagns-stuðbyssa fannst við húsleit hjá þekktum afbrotamanni í Kefalvík í nótt, en þeir sem verða fyrir stuði úr slíku vopni vankast og stuðið getur valdið hjartsláttartruflunum. 2.12.2005 07:14 Kjötkrókur snemma á ferð Jólasveinninn kjötkrókur kom til byggða á Akureyri í nótt, nokkuð á undan áætlun svo lögreglan handtók hann. Í fórum hans fundust þrjú lambalæri og tveir lambahryggir auk fjögurra pakka af humri í forrétt. Hann var fótgangandi og vöktu klyfjar hans eftirtekt lögreglu. 2.12.2005 07:12 Sjómenn fá 26.000 króna eingreiðslu nú í mánuðinum Landsssamband íslenskra útvegsmanna og öll samtök sjómanna sömdu um það í gær að sjómenn skyldu fá 26.000 króna eingreiðslu nú í mánuðinum, í samræmið við það sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins sömdu um vegna endurskoðunar kjarasamninga. 2.12.2005 07:09 Einn af hverjum fjórum er hlynntur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins Aðeins einn af hverjum fjórum er hlynntur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallups og tæplega einn af hverjum þremur er hlynntur einkavæðingu Landsvirkjunar. 2.12.2005 07:06 Fjórða fíkniefnamálið í Kópavogi á einum sólarhring Lögreglan í Kópavogi, ásamt sérsveitarmönnum frá Ríkislögreglustjóra, tollgæslumönnum og fíkniefnahundi frá Hafnarfirði gerði húsleit í þremur íbúðum í Kópavogi í nótt og fann talsvert af fíkniefnum. 2.12.2005 07:02 Við vorum svangir Brasilíumennirnir sem unnu við að setja upp gifsveggi fyrir Nýgifs fengu aldrei greidd mánaðarlaun. Ekki var gerður við þá skriflegur ráðningarsamningur. Þeir lögðu eitt sinn niður vinnu vegna þess að þeir áttu ekki peninga fyrir mat. 2.12.2005 07:00 Tilkynnir vanhæfi bréflega 2.12.2005 06:45 Segja launin vera langt undir lágmarkstaxta Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, segir tvö fyrirtæki á Akureyri, SS Byggi og Glugga, greiða tékkneskum starfsmönnum fyrirtækjanna lægri laun en lögbundnir lágmarkstaxtar kveði á um. 2.12.2005 06:30 Notaði dúkahníf við nauðgun Hæstiréttur þyngdi í gær um hálft ár refsingu manns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í apríl í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem hann hafði áður átt í sambandi við. Þá stóð ákvörðun um 700.000 króna miskabætur. 2.12.2005 06:30 Samfylkingin tapar enn fylgi Samfylkingin tapar fylgi sjötta mánuðinn í röð samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallup. Að öðru leyti eru litlar breytingar á fylgi flokka í könnuninni, sem unnin var dagana 26. til 28. nóvember. Samfylkingin mælist með rúmlega 25 prósenta fylgi, en var með um 28 prósenta fylgi í síðustu könnun Þjóðarpúlsins. 2.12.2005 06:30 Almenn andstaða við einkavæðingu Aðeins einn af hverjum fjórum er hlynntur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Tæplega einn af hverjum þremur er hlynntur einkavæðingu Landsvirkjunar. Tæp sextíu prósent eru andvíg einkavæðingu skóla, en almennt eru karlar hlynntari einkavæðingu en konur, nema hvað færri karlar vilja einkavæða Landvirkjun en konur. 2.12.2005 06:28 Thelma er ljósberi ársins Thelma Ásdísardóttir, sem nýlega hreif þjóðina með sér fyrir það hugrekki að segja frá þeirri reynslu sinni er hún var misnotuð af föður sínum og öðrum mönnum, mun í dag hlotnast sú viðurkenning að vera Ljósberi ársins. 2.12.2005 06:15 Listamenn fá bætur vegna skemmda á verkum Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málum sem listamennirnir Rúrí og Bjarni Sigurbjörnsson höfðuðu á hendur ríkinu vegna skemmda sem urðu á listaverkum þeirra sem sett voru upp á Þingvöllum árið 2000 í tengslum við Kristnihátíð. 1.12.2005 22:45 Tíu árum síðar á ferðinni en annars staðar Fjölgun öryrkja hérlendis á undanförnum árum er ekkert einsdæmi. Öryrkjum tók að fjölga á Vesturlöndum upp úr 1980 og þróunin hér er aðeins tíu árum síðar á ferðinni en annars staðar segir Stefán Ólafsson prófessor. 1.12.2005 22:27 Tvö og hálft ár fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu í Reykjavík fyrir rúmu ári. Réttturinn þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. 1.12.2005 22:16 Stjórnvöld þögul um framtíð hátækniiðnaðarins Stjórnvöld þegja þunnu hljóði um hugsanlegar aðgerðir til að gera starfsumhverfi hátæknifyrirtækja hér á landi bærilegra. Á meðan er tugum starfsmanna sagt upp og mörg fyrirtækjanna hyggjast flytja starfsemi sína úr landi. 1.12.2005 22:00 Settu heimsmet í línuveiði Áhöfnin á Guðbjörgu ÍS setti heimsmet í nóvembermánuði, þegar hún fiskaði 180 tonn á línu í mánuðinum. 1.12.2005 21:00 Áreitninefnd starfandi hjá Reykjavíkurborg Sérstök áreitninefnd er starfandi vegna áreitni sem starfsmenn Reykjavíkurborgar, sérstaklega þeir sem starfa að félagsmálum, verða fyrir. Tilvikin geta skipt tugum á ári. 1.12.2005 20:45 Styrkjum úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði 96 milljónum var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði í dag en þetta er í síðasta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Hólarannsókn hlaut hæsta styrkinn, tólf milljónir króna, en það er jafnframt hæsti styrkurinn sem veittur hefur verið úr sjóðnum. 1.12.2005 20:25 Mesti verðmunur 107 prósent Það skiptir máli hvar fólk kaupir inn til jólanna. Samkvæmt verðkönnun ASÍ munar allt að 107 prósentum á klassískum jólavörum, mestu á Jólasíld sem kostar 289 krónur í Bónus en 599 krónur í 10-11. Verð 34 vara var skoðað. 1.12.2005 20:15 Brasilíumenn af landi brott í fyrramálið Fimm brasilískir verkamenn, sem leituðu til Samiðnar vegna vangoldinna launa í gær, fara úr landi í fyrramálið. Samiðn telur þá eiga samtals um þrjár milljónir króna hjá fyrirtækinu Nýgifsi sem þeir unnu fyrir. 1.12.2005 20:00 Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Í kvöld var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunna í ár. Annað árið í röð er glæpasaga tilnefnd í flokki fagurbókmennta, en það er bókin Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson. 1.12.2005 19:59 Hæstiréttur sýknaði fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood Hæstiréttur sýknaði í dag fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood af kröfum fyrirtækisins. Mennirnir hættu hjá fyrirtækinu, lögbann var sett á þá, en þeir segjast ekki hafa byrjað hjá keppinautnum, fyrr en lögbanninu lauk. 1.12.2005 19:45 Ramadi hertekin í morgun Yfir fjögur hundruð uppreisnarmenn hertóku miðborg Ramadi í Írak í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um mannfall en á veggspjöldum sem hafa verið hengd upp um alla borg segir að al-Qaida hafi náð völdum í borginni. 1.12.2005 19:27 Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. 1.12.2005 18:30 Mikill áhugi fyrir tónleikum gegn virkjanastefnu Miðar í stúku seldust upp á aðeins fjórum mínútum á stórtónleika gegn virkjanastefnu, en þar munu margir af helstu tónlistarmönnum Íslands koma fram auk erlendra tónlistarmanna. Mikill áhugi er fyrir tónleikunum en erlendir tónlistamenn hafa beðið um að fá að koma fram á tónleikunum. 1.12.2005 17:25 Sakfelldur fyrir skilorðsrof og dæmdur í ársfangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir að hafa með fíkniefnabroti rofið skilorð. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á amfetamíni og e-pillum sem fundust á manninum á dansleik á Akureyri í fyrra. 1.12.2005 17:25 Sjúkraliðar samþykkja samning Sjúkraliðar sem starfa á Hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík hafa samþykkt kjarasamning. Samningurinn var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku en samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag. 1.12.2005 17:09 Yngsta fólkið óttast ekki verðbólgu Verðbólga veldur sextán til 24 ára fólki minnstum áhyggjum en 25 til 34 ára fólki mestum áhyggjum. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. Þar kemur fram að 54 prósent aðspurðra sögðu mikla verðbólgu valda sér mjög eða frekar miklum áhyggjum en 37 prósent sögðu hana valda sér mjög eða frekar litlum áhyggjum. 1.12.2005 17:00 Búist við jákvæðri rekstrarniðurstöðu hjá borgarsjóði Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur hafa lækkað um 1,4 milljarða króna samkvæmt árshlutauppgjöri sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borgarstjóra segir að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs 30. september 2005 hafi verið jákvæð um 743 milljónir króna, en samkvæmt útkomuspá verður niðurstaðan í árslok hagstæð sem nemur 549 milljónum. 1.12.2005 16:45 Drengur hætt kominn í sundlaug Bolungarvíkur Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í morgun þegar hann var að leik. Drengurinn lét sig fljóta með andlitið í kafi en þegar hann hafði verið þannig nokkuð lengi fór félaga hans að gruna að ekki væri allt með felldu. 1.12.2005 16:27 Skattbyrðin hefur tvöfaldast Skattbyrði öryrkja hefur aukist mjög síðasta áratuginn samkvæmt nýrri rannsókn Stefáns Ólafssonar prófessors. Skattbyrði einhleypra öryrkja hefur farið úr sjö prósentum í sautján prósent, eða rúmlega tvöfaldast, og skattbyrði öryrkja í sambúð hefur aukist um 60 prósent. 1.12.2005 16:24 Borgarráð samþykkir tilboð í Heilsuverndarstöðina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að taka tilboði verktakafyrirtækisins Mark-Húsa í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Þar með er ljóst að fyrirtækið eignast húsið. Mark-Hús buðu 980 milljónir króna í húsið, um fimmtíu milljónum meira en sá sem átti næsthæsta tilboð. 1.12.2005 15:49 Skrifað undir viljayfirlýsingu um listdanskennslu Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi. Dansmennt tekur því við hlutverki Listdansskóla Íslands sem lagður verður niður í vor. 1.12.2005 15:13 Allt að 300 prósenta munur Það munar allt að 300 prósentum á hæsta og lægsta verði bökunarvara samkvæmt verðkönnun ASÍ. Í meira en helmingi tilfella munar 50 prósentum eða meira í verði milli verslana en kannað var verð 45 vörutegunda. Í tíu tilvikum var verðmunurinn meira en 100 prósent. 1.12.2005 14:42 Þórunn Björnsdóttir fær Barnamenningarverðlaununum árið 2005 Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness, tók við Barnamenningarverðlaununum árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem veðlaunin eru veitt en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti verðlaunin í húsakynnum fyrirtækisins fyrr í dag. 1.12.2005 12:14 Roger Moore kynnti hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar Þrjú íslensk stórfyrirtæki ætla að veita Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, 135 milljónir króna í styrk til þróunarhjálpar í Afríkuríkinu Gínea-Bissá. Þetta er hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar sem veitt hefur verið. Sir Roger Moore, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, kom hingað til lands af þessu tilefni. 1.12.2005 12:14 Össur kaupir stærsta stoðtækjafyrirtæki Bretlands Össur hefur keypt stærsta dreifingar- og sölufyrirtæki á stoðtækjum í Bretlandi. Kaupverðið á fyrirtækinu Innovative Medical Products Holding er átján og hálf miljón bandaríkjadala eða um tolf hundruð milljónir króna. 1.12.2005 11:34 A Little Trip to Heaven valin til sýninga á Sundance kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hefur verið valin til sýninga á bandarísku Sundance kvikmyndahátíðin sem haldin verður dagana 19.-29. janúar næstkomandi. Kvikmyndahátíðin er stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 1.12.2005 10:30 Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu menningarveðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 sem afhent voru í gær. 1.12.2005 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk ekki bætur fyrir drátt á kransæðaaðgerð Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af hátt í tíu milljóna króna kröfu manns um bætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna dráttar sem varð á því að hann fengi viðhlítandi meðferð við kransæðasjúkdómi. 2.12.2005 08:00
Þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors, um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og blaut tuska framan í öryrkja. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í grein á heimasíðu sinni. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skattbyrði öryrkja hér á landi hefur stóraukist frá árinu 1995. 2.12.2005 07:44
Drengur missti meðvitund í sundkennslu Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í gærmorgun . Drengurinn var að leik í lauginni og lét sig fljóta með andlitið í kafi þegar atvikið varð. 2.12.2005 07:33
Símakaup fyrir 160 milljarða Fjárfestingar Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í evrópskum símafélögum nema að minnsta kosti 160 milljörðum króna. Stærst þessara fjárfestinga er í BTC í Búlgaríu en Björgólfur á um 75 prósent hlutabréfa í félaginu. Verðmæti BTC hefur fimmfaldast frá því að fyrirtækið var einkavætt árið 2004 en markaðsvirði félagsins er um 150 milljarðar króna. 2.12.2005 07:30
Talsvert smygl fannst um borð í Dettofossi Tollverðir fundu talsvert smygl um borð í Dettifossi í Grundartangahöfn í fyrrinótt, eftir að lögregla stöðvaði pallbíl, lestaðan smygli, á leið frá skipinu. 2.12.2005 07:16
Rafmagns-stuðbyssa fannst við húsleit í Keflavík Rafmagns-stuðbyssa fannst við húsleit hjá þekktum afbrotamanni í Kefalvík í nótt, en þeir sem verða fyrir stuði úr slíku vopni vankast og stuðið getur valdið hjartsláttartruflunum. 2.12.2005 07:14
Kjötkrókur snemma á ferð Jólasveinninn kjötkrókur kom til byggða á Akureyri í nótt, nokkuð á undan áætlun svo lögreglan handtók hann. Í fórum hans fundust þrjú lambalæri og tveir lambahryggir auk fjögurra pakka af humri í forrétt. Hann var fótgangandi og vöktu klyfjar hans eftirtekt lögreglu. 2.12.2005 07:12
Sjómenn fá 26.000 króna eingreiðslu nú í mánuðinum Landsssamband íslenskra útvegsmanna og öll samtök sjómanna sömdu um það í gær að sjómenn skyldu fá 26.000 króna eingreiðslu nú í mánuðinum, í samræmið við það sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins sömdu um vegna endurskoðunar kjarasamninga. 2.12.2005 07:09
Einn af hverjum fjórum er hlynntur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins Aðeins einn af hverjum fjórum er hlynntur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallups og tæplega einn af hverjum þremur er hlynntur einkavæðingu Landsvirkjunar. 2.12.2005 07:06
Fjórða fíkniefnamálið í Kópavogi á einum sólarhring Lögreglan í Kópavogi, ásamt sérsveitarmönnum frá Ríkislögreglustjóra, tollgæslumönnum og fíkniefnahundi frá Hafnarfirði gerði húsleit í þremur íbúðum í Kópavogi í nótt og fann talsvert af fíkniefnum. 2.12.2005 07:02
Við vorum svangir Brasilíumennirnir sem unnu við að setja upp gifsveggi fyrir Nýgifs fengu aldrei greidd mánaðarlaun. Ekki var gerður við þá skriflegur ráðningarsamningur. Þeir lögðu eitt sinn niður vinnu vegna þess að þeir áttu ekki peninga fyrir mat. 2.12.2005 07:00
Segja launin vera langt undir lágmarkstaxta Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, segir tvö fyrirtæki á Akureyri, SS Byggi og Glugga, greiða tékkneskum starfsmönnum fyrirtækjanna lægri laun en lögbundnir lágmarkstaxtar kveði á um. 2.12.2005 06:30
Notaði dúkahníf við nauðgun Hæstiréttur þyngdi í gær um hálft ár refsingu manns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í apríl í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem hann hafði áður átt í sambandi við. Þá stóð ákvörðun um 700.000 króna miskabætur. 2.12.2005 06:30
Samfylkingin tapar enn fylgi Samfylkingin tapar fylgi sjötta mánuðinn í röð samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallup. Að öðru leyti eru litlar breytingar á fylgi flokka í könnuninni, sem unnin var dagana 26. til 28. nóvember. Samfylkingin mælist með rúmlega 25 prósenta fylgi, en var með um 28 prósenta fylgi í síðustu könnun Þjóðarpúlsins. 2.12.2005 06:30
Almenn andstaða við einkavæðingu Aðeins einn af hverjum fjórum er hlynntur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Tæplega einn af hverjum þremur er hlynntur einkavæðingu Landsvirkjunar. Tæp sextíu prósent eru andvíg einkavæðingu skóla, en almennt eru karlar hlynntari einkavæðingu en konur, nema hvað færri karlar vilja einkavæða Landvirkjun en konur. 2.12.2005 06:28
Thelma er ljósberi ársins Thelma Ásdísardóttir, sem nýlega hreif þjóðina með sér fyrir það hugrekki að segja frá þeirri reynslu sinni er hún var misnotuð af föður sínum og öðrum mönnum, mun í dag hlotnast sú viðurkenning að vera Ljósberi ársins. 2.12.2005 06:15
Listamenn fá bætur vegna skemmda á verkum Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málum sem listamennirnir Rúrí og Bjarni Sigurbjörnsson höfðuðu á hendur ríkinu vegna skemmda sem urðu á listaverkum þeirra sem sett voru upp á Þingvöllum árið 2000 í tengslum við Kristnihátíð. 1.12.2005 22:45
Tíu árum síðar á ferðinni en annars staðar Fjölgun öryrkja hérlendis á undanförnum árum er ekkert einsdæmi. Öryrkjum tók að fjölga á Vesturlöndum upp úr 1980 og þróunin hér er aðeins tíu árum síðar á ferðinni en annars staðar segir Stefán Ólafsson prófessor. 1.12.2005 22:27
Tvö og hálft ár fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu í Reykjavík fyrir rúmu ári. Réttturinn þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. 1.12.2005 22:16
Stjórnvöld þögul um framtíð hátækniiðnaðarins Stjórnvöld þegja þunnu hljóði um hugsanlegar aðgerðir til að gera starfsumhverfi hátæknifyrirtækja hér á landi bærilegra. Á meðan er tugum starfsmanna sagt upp og mörg fyrirtækjanna hyggjast flytja starfsemi sína úr landi. 1.12.2005 22:00
Settu heimsmet í línuveiði Áhöfnin á Guðbjörgu ÍS setti heimsmet í nóvembermánuði, þegar hún fiskaði 180 tonn á línu í mánuðinum. 1.12.2005 21:00
Áreitninefnd starfandi hjá Reykjavíkurborg Sérstök áreitninefnd er starfandi vegna áreitni sem starfsmenn Reykjavíkurborgar, sérstaklega þeir sem starfa að félagsmálum, verða fyrir. Tilvikin geta skipt tugum á ári. 1.12.2005 20:45
Styrkjum úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði 96 milljónum var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði í dag en þetta er í síðasta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Hólarannsókn hlaut hæsta styrkinn, tólf milljónir króna, en það er jafnframt hæsti styrkurinn sem veittur hefur verið úr sjóðnum. 1.12.2005 20:25
Mesti verðmunur 107 prósent Það skiptir máli hvar fólk kaupir inn til jólanna. Samkvæmt verðkönnun ASÍ munar allt að 107 prósentum á klassískum jólavörum, mestu á Jólasíld sem kostar 289 krónur í Bónus en 599 krónur í 10-11. Verð 34 vara var skoðað. 1.12.2005 20:15
Brasilíumenn af landi brott í fyrramálið Fimm brasilískir verkamenn, sem leituðu til Samiðnar vegna vangoldinna launa í gær, fara úr landi í fyrramálið. Samiðn telur þá eiga samtals um þrjár milljónir króna hjá fyrirtækinu Nýgifsi sem þeir unnu fyrir. 1.12.2005 20:00
Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Í kvöld var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunna í ár. Annað árið í röð er glæpasaga tilnefnd í flokki fagurbókmennta, en það er bókin Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson. 1.12.2005 19:59
Hæstiréttur sýknaði fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood Hæstiréttur sýknaði í dag fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood af kröfum fyrirtækisins. Mennirnir hættu hjá fyrirtækinu, lögbann var sett á þá, en þeir segjast ekki hafa byrjað hjá keppinautnum, fyrr en lögbanninu lauk. 1.12.2005 19:45
Ramadi hertekin í morgun Yfir fjögur hundruð uppreisnarmenn hertóku miðborg Ramadi í Írak í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um mannfall en á veggspjöldum sem hafa verið hengd upp um alla borg segir að al-Qaida hafi náð völdum í borginni. 1.12.2005 19:27
Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. 1.12.2005 18:30
Mikill áhugi fyrir tónleikum gegn virkjanastefnu Miðar í stúku seldust upp á aðeins fjórum mínútum á stórtónleika gegn virkjanastefnu, en þar munu margir af helstu tónlistarmönnum Íslands koma fram auk erlendra tónlistarmanna. Mikill áhugi er fyrir tónleikunum en erlendir tónlistamenn hafa beðið um að fá að koma fram á tónleikunum. 1.12.2005 17:25
Sakfelldur fyrir skilorðsrof og dæmdur í ársfangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir að hafa með fíkniefnabroti rofið skilorð. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á amfetamíni og e-pillum sem fundust á manninum á dansleik á Akureyri í fyrra. 1.12.2005 17:25
Sjúkraliðar samþykkja samning Sjúkraliðar sem starfa á Hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík hafa samþykkt kjarasamning. Samningurinn var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku en samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag. 1.12.2005 17:09
Yngsta fólkið óttast ekki verðbólgu Verðbólga veldur sextán til 24 ára fólki minnstum áhyggjum en 25 til 34 ára fólki mestum áhyggjum. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. Þar kemur fram að 54 prósent aðspurðra sögðu mikla verðbólgu valda sér mjög eða frekar miklum áhyggjum en 37 prósent sögðu hana valda sér mjög eða frekar litlum áhyggjum. 1.12.2005 17:00
Búist við jákvæðri rekstrarniðurstöðu hjá borgarsjóði Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur hafa lækkað um 1,4 milljarða króna samkvæmt árshlutauppgjöri sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borgarstjóra segir að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs 30. september 2005 hafi verið jákvæð um 743 milljónir króna, en samkvæmt útkomuspá verður niðurstaðan í árslok hagstæð sem nemur 549 milljónum. 1.12.2005 16:45
Drengur hætt kominn í sundlaug Bolungarvíkur Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í morgun þegar hann var að leik. Drengurinn lét sig fljóta með andlitið í kafi en þegar hann hafði verið þannig nokkuð lengi fór félaga hans að gruna að ekki væri allt með felldu. 1.12.2005 16:27
Skattbyrðin hefur tvöfaldast Skattbyrði öryrkja hefur aukist mjög síðasta áratuginn samkvæmt nýrri rannsókn Stefáns Ólafssonar prófessors. Skattbyrði einhleypra öryrkja hefur farið úr sjö prósentum í sautján prósent, eða rúmlega tvöfaldast, og skattbyrði öryrkja í sambúð hefur aukist um 60 prósent. 1.12.2005 16:24
Borgarráð samþykkir tilboð í Heilsuverndarstöðina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að taka tilboði verktakafyrirtækisins Mark-Húsa í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Þar með er ljóst að fyrirtækið eignast húsið. Mark-Hús buðu 980 milljónir króna í húsið, um fimmtíu milljónum meira en sá sem átti næsthæsta tilboð. 1.12.2005 15:49
Skrifað undir viljayfirlýsingu um listdanskennslu Í dag var undirrituð viljayfirlýsing milli menntamálaráðuneytis, Menntaskólans við Hamrahlíð og Dansmenntar ehf. um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi. Dansmennt tekur því við hlutverki Listdansskóla Íslands sem lagður verður niður í vor. 1.12.2005 15:13
Allt að 300 prósenta munur Það munar allt að 300 prósentum á hæsta og lægsta verði bökunarvara samkvæmt verðkönnun ASÍ. Í meira en helmingi tilfella munar 50 prósentum eða meira í verði milli verslana en kannað var verð 45 vörutegunda. Í tíu tilvikum var verðmunurinn meira en 100 prósent. 1.12.2005 14:42
Þórunn Björnsdóttir fær Barnamenningarverðlaununum árið 2005 Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness, tók við Barnamenningarverðlaununum árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem veðlaunin eru veitt en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti verðlaunin í húsakynnum fyrirtækisins fyrr í dag. 1.12.2005 12:14
Roger Moore kynnti hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar Þrjú íslensk stórfyrirtæki ætla að veita Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, 135 milljónir króna í styrk til þróunarhjálpar í Afríkuríkinu Gínea-Bissá. Þetta er hæsta framlag íslenskra fyrirtækja til þróunarhjálpar sem veitt hefur verið. Sir Roger Moore, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, kom hingað til lands af þessu tilefni. 1.12.2005 12:14
Össur kaupir stærsta stoðtækjafyrirtæki Bretlands Össur hefur keypt stærsta dreifingar- og sölufyrirtæki á stoðtækjum í Bretlandi. Kaupverðið á fyrirtækinu Innovative Medical Products Holding er átján og hálf miljón bandaríkjadala eða um tolf hundruð milljónir króna. 1.12.2005 11:34
A Little Trip to Heaven valin til sýninga á Sundance kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hefur verið valin til sýninga á bandarísku Sundance kvikmyndahátíðin sem haldin verður dagana 19.-29. janúar næstkomandi. Kvikmyndahátíðin er stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 1.12.2005 10:30
Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu menningarveðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 sem afhent voru í gær. 1.12.2005 10:00