Innlent

Tíu árum síðar á ferðinni en annars staðar

Fjölgun öryrkja hérlendis á undanförnum árum er ekkert einsdæmi. Öryrkjum tók að fjölga á Vesturlöndum upp úr 1980 og þróunin hér er aðeins tíu árum síðar á ferðinni en annars staðar segir Stefán Ólafsson prófessor.

Fjöldi öryrkja á Íslandi hefur meira en þrefaldast frá 1990. Þrátt fyrir þetta eru færri öryrkjar á Íslandi en á öllum hinum Norðurlöndunum nema Danmörku. Tæp fimm prósent Dana eru örorkulífeyrisþegar en hæst er hlutfall öryrkja í Noregi, rúm níu prósent. Öryrkjum hefur fjölgað um 57 prósent á Íslandi frá 1990, meira en á hinum Norðurlöndunum, raunar fækkaði þeim um ellefu prósent í Finnlandi, einkum vegna þess að dró úr áhrifum mikils atvinnuleysis þar.

Stefán Ólafsson prófessor hefur rannsakað stöðu öryrkja og segir þróunina hér ekkert einsdæmi, hún hafi byrjað annars staðar upp úr 1980. Hann segir tvær meginástæður fyrir fjölgun öryrkja, annars vegar að þeim fjölgi þegar atvinnuleysi hafi eykst en einnig að á undanförnum árum hafi fólk sem þjáist af geðsjúkdómum í auknum mæli fengið örorkubætur. Hann segir þetta þróun sem hafi hafist annars staðar á Vesturlöndum upp úr 1980 en á Íslandi hafi hún verið tíu árum síðar á ferðinni.

Stefán kannaði einnig kjör öryrkja og komst að því að þau væru slök í samanburði við önnur lönd. Tekjur öryrkja sem hlutfall af tekjum landsmanna eru mun lægri hér en í nágrannalöndum, um 65% hér en allt að 90 prósent á sumum Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×