Innlent

Styrkjum úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði

96 milljónum var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði í dag en þetta er í síðasta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Hólarannsókn hlaut hæsta styrkinn, tólf milljónir króna, en það er jafnframt hæsti styrkurinn sem veittur hefur verið úr sjóðnum.

Milljónunum 96 úr Kristnihátíðarsjóði fóru til 56 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum. Þetta er fimmta og jafnframt síðasta starfsár sjóðsins en ríkissjóður lagði til eitt hundrað milljónir króna fyrir hvers starfsár. 57,6 milljónir króna fóru til fornleifarannsókna í þessari úthlutun og fékk Hólarannsókn tólf milljónir af þeirri rannsókn.

Átta önnur fornleifaverkefni fengu styrk frá 800 þúsund krónum upp í tíu milljónir. Meðal þeirra verkefna eru rannsóknir í Skálholti, Reykholti, Skriðuklaustri og á Gásum. Fjárveitingar úr Kristnihátíðarsjóði urðu til þess að gróska varð í fornleifauppgrefti en áður fengust ekki nema örfáar milljónir á ári til fornleifarannsókna.

Ragnheiður Traustadóttir, verkefnisstjóri Hólarannsókna, segir fornleifafræði hafa vaxið og dafnað sem fræðigrein hér á landi á síðustu árum. Hún voni að stjórnvöld sjái árangur síðustu ára og hugi að því að stofna sambærilegan sjóð. Aðspurð hvort hún teljiað staða fornleifarannsókna geti farið aftur á sama far og hún var áður enKristnihátíðarsjóðs naut viðsegir Ragnheiður að svo gæti farið. Það væri mikil synd þar sem nú sé farið að kenna fornleifafræði við Háskóla Íslands. Áhuginn hafi verið mikill og að Hólum hafi verið 58 nemar og það væri synd ef það starf héldi ekki áfram.

Anna S. Haukssdóttir er formaður Kristnihátíðarsjóðsins er ánægð með þann árangur sem náðst hefur fyrir tilstuðlan sjóðsins og húnerþakklát styrkþegum og þeim sem að sjóðnum komu.Aðspurð um framhald rannsóknaaf þessu tagisegir að fólk muni áfram reyna að halda verkefnum í gangi. Sótt sé um styrki í aðra sjóði erlendis og því eigi hún von á áframhaldandi öflugum rannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×