Innlent

Fjórða fíkniefnamálið í Kópavogi á einum sólarhring

Lögreglan í Kópavogi, ásamt sérsveitarmönnum frá Ríkislögreglustjóra, tollgæslumönnum og fíkniefnahundi frá Hafnarfirði gerði húsleit í þremur íbúðum í Kópavogi í nótt og fann talsvert af fíkniefnum. Tveir menn voru handteknir, án þess að til átaka kæmi, og hefur örðum verið sleppt en hinn er áfram í vörslu lögrelgu, enda grunaður um sölu á fíkniefnum. Við húsleitirnar fanst meðal annars talsvert af hassi og anfetamíni, E- töflur, LSD og lítilræði af kókaíni. Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lög. Þetta er fjórða fíkniefnamálið sem kemur til kasta lögreglunnar í Kópavogi á einum sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×