Innlent

Samfylkingin tapar enn fylgi

Samfylkingin tapar fylgi sjötta mánuðinn í röð samkvæmt nýrri mælingu Þjóðarpúls Gallup. Að öðru leyti eru litlar breytingar á fylgi flokka í könnuninni, sem unnin var dagana 26. til 28. nóvember. Samfylkingin mælist með rúmlega 25 prósenta fylgi, en var með um 28 prósenta fylgi í síðustu könnun Þjóðarpúlsins.

Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega ellefu prósenta fylgi, en var með um níu prósent síðast.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tæp 43 prósent, eykur fylgið um tvö prósentustig.

Frjálslyndi flokkurinn mælis svo með 3,5 prósenta fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun Þjóðarpúlsins.

Þá eykst fylgi Vinstri grænna lítillega milli mánaða, en það fer úr tæpum sautján prósentum í tæp átján prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×