Innlent

Settu heimsmet í línuveiði

Áhöfnin á Guðbjörgu ÍS setti heimsmet í nóvembermánuði, þegar hún fiskaði 180 tonn á línu í mánuðinum.

Guðbjörgin kom til heimahafnar í Bolungarvík í gærkvöldi, síðasta dag nóvembermánaðar, eftir fengsælan mánuð. Sigurgeir Þórarinsson skipstjóri segir að um 180 tonn hafi fengist í mánuðinum og menn hafi verið að leika sér með það og segja að um heimsmet sé að ræða fyrir þessa stærð af bát.

Sigurgeir segir Guðbjörgina góðan bát, auk þess sem hann er með bógskrúfu sem gerir róðrana auðveldari. Hér áður fyrr þótti gott á vertíðarbátunum, með fimm mönnumá, að fá 200 tonn en á Guðbjörginni erutveirá í einu.Sigurgeir segir að þegar hann hafi byrjað hafi hann verið á 200 tonna vertíðarbát með 42 bala og 400 króka. Nú séu tveir menn að draga nánast jafnmarga króka og fimm menn gerðu áður. Fimm menn hafi oft farið yfir 200 tonna veiði.

Sigurgeir segir tíðina hafa verið óvenju góða og því hægt að róa flesta daga. En hvað ræður veiðislóð?Sigurgeir segir marga báta róa og menn fylgist hver með öðrum og sjái hvar verði vart við fisk. Svo horfi menn til þess hvernig veiðin var daginn áður og reyni að gera betur næsta dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×