Innlent

Talsvert smygl fannst um borð í Dettofossi

Tollverðir fundu talsvert smygl um borð í Dettifossi í Grundartangahöfn í fyrrinótt, eftir að lögregla stöðvaði pallbíl, lestaðan smygli, á leið frá skipinu. Þar og um borð í skipinu fundust meðal annars 280 lítrar af sterku víni, 50 lítrar af léttu víni, 100 karton af sígarettum og 400 dósir af munn- og neftóbaki. Sjö skipverjar voru handteknir, en eftir að þeir játuðu á sig smyglið var þeim sleppt og skipið lét úr höfn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×