Innlent

Thelma er ljósberi ársins

Thelma Ásdísardóttir, sem nýlega hreif þjóðina með sér fyrir það hugrekki að segja frá þeirri reynslu sinni er hún var misnotuð af föður sínum og öðrum mönnum, mun í dag hlotnast sú viðurkenning að vera Ljósberi ársins.

Það er skammt stórra högga á milli því í fyrradag var hún valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Að vali Ljósberans stendur samstarfshópur sem hefur það að markmiði að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×