Innlent

Ramadi hertekin í morgun

Yfir fjögur hundruð uppreisnarmenn hertóku miðborg Ramadi í Írak í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um mannfall en á veggspjöldum sem hafa verið hengd upp um alla borg segir að al-Qaida hafi náð völdum í borginni.

Áhlaup uppreisnarmanna á borgina Ramadí hófst snemma í morgun. Fjögur hundruð grímuklæddir menn stormuðu inn í borgina og skutu úr sprengjuvörpum á herstöð Bandaríkjamanna sem og á opinberar byggingar í miðborginni. Ríkir nú algjör upplausn í borginni en aðal skotmörk uppreinsarmannanna eru bandarískir hermenn.

Fréttamaður Reuters sem er á staðnum segir að uppreisnarmennirnir beri mikið af vopnum og skjóti á nær allt sem hreyfist. Á veggspjöldum sem hengd hafa verið upp um alla borg segir að al-Qaida hafi hertekið borgina og ráði nú ríkjum. Íbúar í Ramadi segja að uppreisnarmennirnir stjórni nú helstu umferðaræðum borgarinnar og að þeir séu einnig búnir að koma upp vegtálmum við aðalborgarmörkn að Ramadí. Þá segja vitni að bandarískir hermenn séu enn sem komið er hvergi sjáanlegir á götum borgarinnar.

Al-Qaide hafa frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003, sagt að árásum á bandaríka hermenn muni ekki linna fyrr en þeir eru á bak og burt og samtökin hafi náð völdum í landinu öllu.

Yfir 2100 bandarískir hermenn hafa fallið á síðustu tveimur árum í landinu og segir George Bush, Bandaríkjaforseti að ekki standi til að draga herliðið til baka fyrr en ástandið er orðið eðlilegt í landinu. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, hefur sagt að það taki góð tíu ár og má því leiða líkur að því að þangað til verði bandaríski herinn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×