Innlent

Mikill áhugi fyrir tónleikum gegn virkjanastefnu

Miðar í stúku seldust upp á aðeins fjórum mínútum á stórtónleika gegn virkjanastefnu, en þar munu margir af helstu tónlistarmönnum Íslands koma fram auk erlendra tónlistarmanna. Mikill áhugi er fyrir tónleikunum en erlendir tónlistamenn hafa beðið um að fá að koma fram á tónleikunum.

Fjöldi manns tryggði sér miða á tónleikana um leið og miðasala hóst í morgun.

Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum eru Björk, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, Damien Rice, Ghost digital, Damon Albarn og fleiri. Tilefni tónleikanna er náttúra Íslands og umgengni okkar við hana.

Skipuleggjendur og listamenn vilja beina athygli fólks að náttúrunni og að hún sé ekki sjálfsögð uppspretta raforkuvera og álvera. Allir listamenn sem koma þarna fram, skipuleggjendur og þorri starfsmanna gefa vinnu sína í þágu málsstaðarins.Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll 7. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×