Innlent

Kjötkrókur snemma á ferð

Jólasveinninn kjötkrókur kom til byggða á Akureyri í nótt, nokkuð á undan áætlun svo lögreglan handtók hann. Í fórum hans fundust þrjú lambalæri og tveir lambahryggir auk fjögurra pakka af humri í forrétt. Hann var fótgangandi og vöktu klyfjar hans eftirtekt lögreglu. Talið er víst að hann hafi hnuplað þessu einhvernstaðar, en hann verst allra fregna af því, og nýtur því ljóss og yls í fangaklefa lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×