Fleiri fréttir

Bensínstyrkur ekki afnuminn

Bensínstyrkur ellilífeyrisþega og öryrkja verður ekki afnuminn. Þetta sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja hér á landi á Alþingi í dag. Alls nær styrkurinn til 4000 ellilífeyrisþega og 2650 öryrkja.

Olíutengivagn slitnaði aftan úr flutningabíl

Betur fór en á horfðist þegar tengivagn olíuflutningabíls með fullan tank af olíu slitnaði aftan úr bílnum á hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði stöðvaðist vagninn strax og urðu engin slys á fólki og litlar sem engar skemmdir á umferðarmannvirkjum.

Gjöld bæjarins 20-30 milljónum meiri en búist var við

Útlit er fyrir að gjöld Ísafjarðarbæjar á yfirstandandi rekstrarári fari tugir milljóna fram úr áætlun. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir í samtali við Bæjarins besta að þetta stafi af auknum launakostnaði sem stefni í að verða 20 til 30 milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir.

Ekki hægt að leita um borð í öllum skipum

Tollgæslan fylgist með öllum skipum sem koma til landsins þótt eftirlit með einstökum skipum sé mismikil. Þegar upp koma stór smyglmál líkt og í Noregi í fyrradag, er fylgst náið með umræddum skipum og ferðum þeirra til landsins. Fjölmörg skip koma til landsins og því erfitt að framkvæma ítarlega leit um borð í þeim öllum.

Kosið um sameiningu á morgun

Kosningar um tvær sameiningartillögur sveitarfélaga fara fram á morgun. Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi verður kosið um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp, og í Reykhólahreppi verður kosið um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp.

Formaður hvetur KR-inga til að kjósa

Guðjón Guðmundsson, formaður KR, hvetur KR-inga til að kjósa í prófkjöri sjálfstæðismanna tvo tiltekna frambjóðendur sem bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem hóst í dag.

Rannsókn á lokastigi

Rannsókn á fíkniefnasmygli með póstsendingum er á lokastigi. Karli og konu sem dæmd voru í gæsluvarðhald nýverið hefur verið sleppt. Búist er við að ákæra verði lögð fram um leið og rannsókn málsins lýkur.

Vísað tvisvar út sama kvöldið

Lögreglan í Keflavík vísaði sömu fimmtán ára stúlkunni út af tveimur vínveitingastöðum í bænum í nótt. Á einum staðnum voru þrjú ungmenni undir 18 ára aldri og þeirra á meðal stúlkan. Þeim var vísað út en þegar lögreglan kom á næsta stað mætti hún stúlkunni þar galvaskri, og var henni aftur vísað út.

Stúlka féll af hestbaki

Stúlka féll af hestbaki í Hrunamannahreppi nú eftir hádegið og lenti á höfðinu. Ástæða þótti til að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja stúlkuna á sjúkrahús. Ekki er meira vitað um málið að svo stöddu.

Kanna hvort verktakar fari að lögum

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga og fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi við Norðurál funduðu í morgun um málefni þeirra erlendu starfsmanna sem vinna við stækkun Norðuráls hjá ýmsum verktökum á Grundartangasvæðinu.

Ágreiningur um kjör í stjórn

Framsóknarmenn í Reykjavík ætla að efna til opins prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Stuðningyfirlýsing við Framsóknarflokkinn dugir til að vera gjaldgengur í prófkjörinu. Fundur í kjördæmaráði Reykjavíkurkjördæmis-suður leystist upp í gær vegna ágreinings um kjör í stjórn.

Bjórbruggverksmiðja rís á Litla Árskógssandi

Reisa á bruggverksmiðju á Litla Árskógssandi við Eyjafjörð innan tíðar og framleiða þar áfengan bjór. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson eru á förum til Tékklands til að kaupa áhöld til framleiðslunnar. Reist verður 300 fermetra stálgrindarhús yfir framleiðsluna og er stefnt að því að brugga 200 þúsund lítra af bjór á ári.

Skulda mest á aldrinum 36-40 ára

Hjón og sambýlisfólk á aldrinum 36 til 40 ára skulda að jafnaði mest samkvæmt samantekt Hagstofunnar, eða 13 milljónir króna að meðaltali. Af þeim skuldum eru rúm 68 prósent vegna húsnæðis.

Hefur hlotið 25 dóma á 15 árum

Síbrotamaður var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot í Hæstarétti í gær. Braust maðurinn bæði inn í bíla og verslanir og stal þaðan verðmætum. Frá árinu 1990 til ársins 2004 hefur maðurinn samtals 25 sinnum hlotið refsidóma fyrir brot á hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

Ný tegund ökuréttinda vegna pallbíla

Byrjað er að bjóða upp á nýja tegund ökuréttinda til þess að koma til móts við þá sem eiga pallbíla, en margir bílanna eru það þungir að almenn ökuréttindi duga ekki til.

Útfæði erlends gjaldeyris frá landinu

Talsvert útflæði erlends gjaldeyris var frá landinu í september síðastliðnum. Stafar það aðallega af erlendum verðbréfakaupum innlendra aðila. Einnig má gera ráð fyrir aukinni sölu íslenskra skuldabréfa til erlendra aðila á næstu misserum.

KB banki hækki sjálfur vexti

Búast má við að vextir á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs hækki í árslok. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, segir samt nær fyrir KB banka að hækka vexti á sínum lánum. Þenslan sé jú sprottin upp úr óheftum lánum bankanna.

Bandarísk stjórnvöld hafi leyfi íslenskra til fangaflugs

Össur Skarphéðinsson fullyrðir á heimasíðu sinni að bandarísk stjórnvöld hafi formlegt leyfi íslenskra stjórnvalda til að fljúga með meinta hermdarverkamenn í haldi um Ísland. Þetta megi lesa út úr yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, frá 18. mars 2003, sem birt hafi verið á vef Hvíta Hússins 26. mars sama ár.

Borgin krefst hærra verðs

Mikið ber í milli í viðræðum fulltrúa ríkisins og Reykjavíkurborgar um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en farið var yfir stöðu málsins á fundi borgarráðs í gær.

Vill láta kæra hugverkastuld

Framkvæmdastjóra Smáís er farið að lengja eftir niðurstöðu í rannsókn lögreglu á meintum ólöglegum skráaskiptum á netinu. Hann vill fá ákæru.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Selfossi í gær. Stúlkan var til öryggis flutt á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi.

Tónlistarmyndbönd hafi slæm áhrif á ímynd stúlkna

Tónlistarmyndbönd geta haft slæm áhrif á sjálfsímynd stúlkna. Þessi myndbönd sýna gjarnan tágrannar stelpur í flegnum fötum, en eins og kunnugt er þá hafa ekki allar stúlkur þessa líkamsbyggingu. Ímynd stúlkna var rædd á ráðstefnu uppeldis- og mannfræðinema.

Rauð bindi grundvallaratriði í kosningum

Hart er barist um atkvæði átján þúsund Reykvíkinga sem eru á kjörskrá Sjálfstæðisflokksins og hafa í hendi sér hver verður kosinn borgarstjóraefni í prófkjörinu um helgina. Frambjóðendurnir leggja ýmislegt á sig til að heilla kjósendur upp úr skónum með hugmyndaauðgi og ekki síst réttu ímyndinni, þar sem rauð bindi eru grundvallaratriði.

Telur nýju Hringbrautina mistök

Borgarfulltrúi R-listans telur nýju Hringbrautina vera mistök því hún taki allt of mikið landrými. Hann segir að grafa verði götuna niður eða byggja yfir hana þegar Vatnsmýrin verði byggð upp.

Litlu sparisjóðirnir þoli varla hærri bindiskyldu

Litlu sparisjóðirnir þola varla hærri bindiskyldu, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann undrast málfluting þeirra sem vilja snúa til fyrri hátta, enda notar enginn seðlabanki í þróuðu ríki, bindiskyldu í baráttunni við verðbólgu.

Lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól

Ríkisstjórnin situr hjá á meðan glæpafyrirtæki brjóta á fátæku erlendu verkafólki, segir Össur Skarphéðinsson og vill lög hið snarasta. Félagsmálaráðherra segir að íslensk fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni ættu að skammast sín, öllum beri að virða leikreglur á vinnumarkaði enda sé Ísland ekkert fríríki í þessum efnum. Hann lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól.

Söluaukning um 13,3 prósent

Sala Marels fyrstu níu mánuði þessa árs nam 94,3 milljónum evra, eða jafnvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Þetta er um 13,3 prósenta aukning frá fyrra ári.

Krónan styrkst enn frekar

Krónan hefur styrkt sig um núll komma tuttugu og eitt prósent í dag og hefur gengisvísitalan að líkindum aldrei verið jafn sterk, að minnsta kosti ekki frá 1992.

554 milljónir í hagnað

554 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir tekjuskatt fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við 367 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Libby lýsir sig saklausan vegna lekamáls

Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóri Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, lýsti sig saklausan við upphaf réttarhalda yfir honum vegna hins svokallaða lekamáls í dag.

Víða hálka og hálkublettir

Nokkur éljagangur er með Norðausturströndinni. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum um allt norðanvert landið.Að mestu er greiðfært um Suðurland og Vesturland.

Merck ekki skaðabótaskylt vegna Vioox

Kviðdómur í New Jersey í Bandaríkjunum komst í dag að þeirri niðurstöðu í dag að lyfjafyrirtækið Merck hefði gert læknum nægilega grein fyrir aukaverkunum af gigtarlyfinu Vioox og hefði því ekki blekkt neytendur við markaðsetningu lyfsins. Fyrirtækið væri því ekki skaðabótskylt gagnvart sextugum póstburðarmanni sem lögsótti fyrirtækið og sagðist hafa fengið hjartaáfall vegna notkunar lyfsins.

Refsing vegna líkamsárásar felld niður

Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af líkamsárás í ágúst í fyrra í miðbæ Reykjavíkur. Hann var árkærður fyrir að hafa slegið annan karlmann hnefahöggi í andlitið og veitt honum talsverða áverka.

Ástþóri dæmdar bætur vegna frelsissviptingar

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Ástþóri Magnússyni 150 þúsund krónur vegn frelsissviptingar, en Ástþór var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga síðla nóvember 2002 fyrir að hafa sent orðsendingu um að hætta væri á hryðjuverkaárás á íslenska flugvél.

45 daga fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 45 daga fangelsi fyrir tvöfalda líkamsárás. Og einnig til greiðslu þjáningar- og miskabóta til beggja þolenda. Líkamsárásin var framin á veitingastaðnum Klúbbnum í október í fyrra.

Tillögur að deiliskipulagi áfram til sýnis

Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á tillögum sem bárust í samkeppninni um deiliskipulag fyrir nýtt sjúkrahús á lóð Landspítalans við Hringbraut um nokkrar vikur vegna mikils áhuga.

Prófkjör Samfylkingar í Hafnarfirði

Næstkomandi laugardag fer fram lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Nú þegar eru tvö þúsund manns á kjörskrá og leyfilegt er að skrá sig í flokkinn fram að kjörfundi. Kjörfundur hefst klukkan tíu og stendur til sex og kjörgengir eru þeir sem orðnir eru sextán ára á kjördag.

Vilja rannsókn á þróun valds og lýðræðis

Efnahagsleg völd eru að færast á hendi færri manna og því er mikilvægt að lýðræðið sé virkt og Alþingi samþykki reglur til að geta veitt framkvæmdavaldinu aðhald við samningu reglna fyrir samfélagið. Þetta kom meðal annars fram í máli þingmanna Samfylkingarinnar við umræður um þingsályktunartillögu sem þeir leggja saman fram um að fram skuli fara rannsókn á þróun valds og lýðræðis í íslensku samfélagi.

Október í kaldara lagi

Veður í október var í kaldara lagi en meðalhiti í Reykjavík mældist 3 stig og er það 1,4 stigum undir meðallagi. Októbermánuður í ár var sá kaldasti síðan árið 1998.

Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit?

Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna.

Sjá næstu 50 fréttir